Mánudagur, 20. desember 2021
Veirusamfélagið; lokað, opið eða í hálfa gátt?
Sóttvarnir í rauntíma eru nauðsynlegur ómöguleiki. Enginn veit fyllilega hvernig nýjasta afbrigðið hagar sér. Vitað er að ómíkrón er bráðsmitandi en einkenni vægari.
Öfgarnar eru að loka samfélaginu annars vegar og hins vegar opið samfélag með engar opinberar sóttvarnir. Ekkert þjóðríki fylgir opingáttarstefnu. Lokanir hafa verið misharkalegar. Íslenska leiðin hefur verið að hafa opið í hálfa gátt, slaka og herða á víxl. Fram að þessu hefur það gefist þokkalega.
Á bakvið umræðuna um sóttvarnir hér og nú glittir í aðra umræðu um hvort við fáum endurheimt samfélagið eins og það var fyrir farsótt. Stutta svarið er líklega ekki. Eðlilega veldur það nokkurri angist. Þá er ágætt að hugfast að eftir vetur kemur vor.
![]() |
Bólar ekkert á minnisblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)