Fimmtudagur, 2. desember 2021
Katrín sendir RÚV pillu
Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta setur fjölmiðla undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. RÚV er þar í flokki og eftirlit með ,,aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum" auk fjölmiðlanefndar og prent- og netmiðlum.
Katrín forsætis fylgdi úr hlaði breytingum á stjórnarráðinu og sagði
Rökræða og jafnvel stöku rifrildi eru mikilvæg forsenda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurfum því að sýna skoðunum annarra meiri virðingu en stundum er gert í hanaslag netsins og hollt að muna að það er enginn sem er handhafi alls hins rétta og góða í samfélaginu.
RÚV heldur sig ,,handhafa alls hins rétta og góða í samfélaginu" og skipuleggur fjölmiðlaherferðir í því skyni. Á spena ríkisfjölmiðilsins eru tvær netútgáfur, Stundin og Kjarninn, sem höggva í sama knérunn.
Ríkismiðillinn er ekki lengur hluti íslenskrar menningar í skiptingu stjórnarráðsins á málaflokkum. Áður naut RÚV virðingar. En nú er Snorrabúð stekkur; fjölmiðlalyngið á Efstaleiti galandi góðfólki að leik.
![]() |
Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)