Katrín sendir RÚV pillu

Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta setur fjölmiðla undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. RÚV er þar í flokki og eftirlit með ,,aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum" auk fjölmiðlanefndar og prent- og netmiðlum.

Katrín forsætis fylgdi úr hlaði breytingum á stjórnarráðinu og sagði

„Rök­ræða og jafn­vel stöku rifr­ildi eru mik­il­væg for­senda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurf­um því að sýna skoðunum annarra meiri virðingu en stund­um er gert í hana­slag nets­ins og hollt að muna að það er eng­inn sem er hand­hafi alls hins rétta og góða í sam­fé­lag­inu.“

RÚV heldur sig ,,handhafa alls hins rétta og góða í samfélaginu" og skipuleggur fjölmiðlaherferðir í því skyni. Á spena ríkisfjölmiðilsins eru tvær netútgáfur, Stundin og Kjarninn, sem höggva í sama knérunn. 

Ríkismiðillinn er ekki lengur hluti íslenskrar menningar í skiptingu stjórnarráðsins á málaflokkum. Áður naut RÚV virðingar. En nú er Snorrabúð stekkur; fjölmiðlalyngið á Efstaleiti galandi góðfólki að leik. 


mbl.is Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband