Kjöt þarf ekki geðlyf

Björn Hjálmarsson, geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, ræðir óhóflega geðlyfjanotkun fermingarbarna.

Ef eitthvað ves er með skrokkinn þá fer maður á spítala, sagði lýðveldiskynslóðin. Hippakynslóðin reykti sig og drakk í gegnum líkamlega sem andlega óværu. Í hjáverkum dunduðu hipparnir sér við að uppfylla spásögn Nietzsche um dauðan guð.

2000-kynslóðin heimtar hugarlyf ef hún er eitthvað sorrí.

Tilfallandi umorðun á sjónarmiði Björn geðlæknis er að kjöt þarf ekki geðlyf. Kannski magnýl eða íbúfen en ekki kvíðastillandi. Kjöt kvíðir ekki.

Maðurinn, fermingarbörn meðtalin, er eitthvað meira en frumuklasi, þegar öllu er á botninn hvolft. 

Betur að hipparnir hefðu ekki komist í Nietzsche.


RÚV af auglýsingamarkaði

Bein framlög ríkisins til RÚV eru 5 milljarðar króna. Sú fjárhæð er meira en nóg til að ríkisfjölmiðillinn uppfylli ,,lýðræðislegar, menningarlegar og samfélagslegar þarfir í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu á sviði útvarps." En það er hlutverk þessarar sameignar þjóðarinnar.

Á seinni árum hefur RÚV farið langt fram úr sínu hlutverki. Í krafti ofurvalds á fjölmiðlamarkaði ryður ríkisfjölmiðillinn brautina fyrir ómenningu þar sem skotmörk eru tekin fyrir, Samherji og KSÍ eru nýleg dæmi. Í skipulegri samvinnu við aðra fjölmiðla, Stundina og Kjarnann, er efnt til herferða gegn einstaklingum og aðilum í samfélaginu sem RÚV hefur vanþóknun á. En  það er ekki hlutverk RÚV að hafa vanþóknun á þessum eða hinum og efna til herferða að sýna fólk og fyrirtæki óalandi og óferjandi.

RÚV þarf að minnka til að lýðræðisleg og frjáls umræða fái þrifist í landinu. Einfaldasta leiðin til að minnka ríkisfjölmiðilinn er að taka hann af auglýsingamarkaði. Það er gert með lagasetningu. 


mbl.is Engin aðhaldskrafa gerð á Ríkisútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband