Fimmtudagur, 21. október 2021
Ingólfur, Leifur og loftslagið í Garðabæ
Í fornum sögum íslenskum segir að um 985 hafi Eiríkur rauði haldið til Grænlands. Um 15 árum seinna sigldi Leifur sonur hans heppni til Vínlands. Einnig er getið um Bjarna Herjólfsson sem sá land í vestri frá Grænlandi en kannaði ekki.
Nýjar rannsóknir staðfesta að víkingar hafi tekið land í Ameríku hálfu árþúsundi áður en Kristófer Kólumbus og félagar sigldu yfir hafið.
Byggð Íslendinga á Grænlandi og landafundur Ameríku hófst á svokölluðu miðaldahlýskeiði í loftslagssögunni, um 900 til 1300.
Sá sem fyrstur er sagður norrænna manna hafa tekið bólfestu á Íslandi hét Ingólfur Arnarson, segir í fornum ritum, og það í öndverðu hlýskeiði.
Færri vita að Ingólfur gerði sér híbýli á Hofstöðum í Garðabæ. Sennilega var heilnæmasta loftslagið þar fyrir frjálshuga menn.
![]() |
Náðu að staðfesta ártalið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. október 2021
Gréta og sagnfræðingurinn: synd, loftslag og sjálfspíning
Trúin á manngert loftslag helst í hendur við sannfæringu að maðurinn eyðileggi jörðina. Trúin er vestræn, sækir fyrirmynd sína í kaþólska kristni.
Á miðöldum var kennt að sjálfspíning væri trúarlega rétt svar við syndugum allsnægtum. Í nútímanum eru það helst þeir sem glötuðu fyrir skemmstu dýrlingunum Marx og Maó formanni sem sannfærðastir eru í trúnni á manngert loftslag. Syndin og sjálfspíningin haldast þar í hendur.
Gréta Thunberg er endurfæddur barnadýrlingur frá miðöldum, segir sagnfræðingurinn David Starkey og rúllar henni upp á fjórum mínútum.
Amen eftir efninu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)