Valdafemínismi kemur sér upp ákæru- og dómsvaldi

KSÍ virðist hafa samþykkt að hópur sem kallar sig Öfga fari með ákæruvald í málefnum þeirra sem koma til greina sem landsliðsmenn. 

Ef Öfgar ákæra fellur sjálfkrafa dómur; viðkomandi leikmaður kemur ekki til greina í landsliðið. Svo er látið fréttast hverjir eigi í hlut og þar með er farið mannorð og æra án málsatvika og rannsóknar.

Skýtur skökku við að hálfopinber aðili, KSÍ, skuli framselja valdafemínískum samtökum ákæru- og dómsvald. Í réttarríki gengur ekki að aðrir en opinberir aðilar hafi í hendi vald til saksóknar og tryggi jafnframt sjálfstæði dómstóla. 


mbl.is Segir KSÍ hafa komið sér upp rannsóknarrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grétuvandræði: sólin, ekki CO2, veldur hlýnun

Tvær nýbirtar vísindagreinar skrifa hækkun hitastigs jarðar á reikning sólarvirkni og samspili við skýjafar og hafna í leiðinni að manngerður koltvísýringur, CO2, sé ástæða hlýnunar.

Danski vísindamaðurinn Henrik Svensmark fær birta grein í Nature, sem telst háborg fræðirita, eftir tveggja ára ritrýningu. Í greininni segir að sólarvirkni og geimgeislar séu veigamiklir þættir i orkubúskap lofthjúps jarðar. Svensmark útskýrir niðurstöðurnar í viðtali. Ágúst H. Bjarnason hefur skrifað um rannsóknir Svensmark.

Orkubúskapur lofthjúpsins ræður hvort hitastig á jörðinni hækkar eða lækkar. Ef meiri orka kemur inn en fer út hækkar hitinn og öfugt ef útgeislun er meiri en innstreymi orku.

Kenning Grétu Thunberg og félaga er að koltvísýringur af mannavöldum hindri útgeislun og því hitni jörðin. Grétufræði gera ekki ráð fyrir að sólarvirknin hafi áhrif og gefa sér að CO2 útskýri allar hitabreytingar. Grétufræðin geta ekki útskýrt hvers vegna loftslag jarðar breyttist, og tók raunar verulegum breytingum, sbr. ísaldir, löngu áður en maðurinn gat nokkur áhrif haft með brennslu jarðefnaeldsneytis. Sólarvirki, á hinn bóginn, getur útskýrt loftslagsbreytingar alla jarðsöguna.

Önnur vísindagrein af áþekkum toga og rannsókn Svensmark er kynnt á heimasíðu loftslagsvísindamannsins Judith Curry. Höfundar eru Fritz Vahrenholt og Rolf Dubal. Þar segir klárt og kvitt að hækkun hita á jörðinni sl. 20 sé hægt að skýra með sólarvirkni og skýjafari.

Hér á Fróni er rætt um að stofna til loftslagsráðuneytis. Nær væri að stofna sólarráðuneyti. Við værum á pari með Forn-Egyptm sem dýrkuðu þá gulu og höfðu til þess stjórnarráð. Þó ekki á Arnarhvoli.


Bloggfærslur 13. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband