Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Samnefnari Jóns Ásgeirs og Gunnars Smára
Einu sinni voru Jón Ásgeir og Gunnar Smári samherjar á akrinum. Jón Ásgeir er aflakló á peninga og á enn fáeinar krónur í handraðanum. Gunnar Smári er háður fé annarra, Baugi á tíma útrásar en Eflingu á tímum sósíalisma.
Samnefnari tvímenninganna er hugsunin í setningunni ,,heimsyfirráð eða dauði". Annar vinnur með viðskiptaáætlanir en hinn gerir sér mat úr félagsauði samtaka almennings.
Fyrir aðra en þá sjálfa er eftirtekjan sú sama. Sviðin jörð.
![]() |
Gunnar Smári sósíalistaforingi í einkaþotu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Vald, sannleikur og öfgar
Nýir valdhafar búa til nýjan sannleika þegar vafi leikur á um lögmæti valdsins. Í Evrópu á millistríðsárunum komust til valda menn og flokkar sem boðuðu nýjan sannleika. Sama gerðist í Austur-Evrópu eftir seinna stríð. Til forna í Róm urðu keisarar guðir eftir andlátið en í lifanda lífi þegar lögmæti valdanna varð vafasamara.
Nýr forseti Bandaríkjanna boðar nýjan sannleika. Bandaríkin standi frammi fyrir upprisu pólitískra öfga, yfirburðahyggju hvítra, innlendri hryðjuverkaógn, sem við verðum að takast á við, og við munum sigra.
Valdhafi sem þarf nýjan sannleika til að réttlæta völdin er öfgamaður. Samkvæmt skilgreiningu. Sannleikurinn um gamla hvíta karlinn sem sór embættiseið í gær er sá að hann er í stríði við sjálfan sig og meirihluta bandarísku þjóðarinnar. Í senn bæði fáránlegt og grátbroslegt.
![]() |
Þetta er dagur lýðræðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)