Smit berst á milli fólks - punktur.

Ísland er eyja, þótt komið sé í tísku að tala um landamæri á Miðnesheiði. Ef ekkert smit er í landinu þá er aðeins einn möguleiki, - að smit komi með ferðamönnum, íslenskum eða erlendum.

Nú er í sjálfu sér ekkert stórmál hvers lenskur smitberinn sé, heldur hitt að hann er ferðamaður.

Þrátt fyrir tvöfalda skimum á ferðamönnum er alltaf hætt við að smit berist inn i landið.

En við getum gert okkur vonir um að yfirstandandi þriðja bylgja farsóttar hjaðni innan fárra daga. Einmitt af því við búum á eyju og stundum sóttvarnir.


mbl.is Ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög, siðir og pólitík

Deilur um hver skuli taka autt sæti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum sýna náið samband laga, lagatúlkunar og stjórnmála.

Lög eru í grunninn siðaboð, mæla fyrir um hvað má, hvað ekki og viðurlög við brotum. Ein elstu. Ein elstu þekktu lögin, kennd við Hamúrabí og eru meitluð í stein tæplega 2000 árum fyrir Krist, lögbjóða siði í viðskiptum, einkalífi og félagslegu samneyti. Lagatöflur Rómverja voru upphaflega siðaboð rómverska lýðveldisins en urðu alþjóðaréttur eftir því sem Rómarveldi óx. Á alþingi árið þúsund sagði Þorgeir Þorkelsson að við yrðum hafa einn sið og ein lög.

Æðsti dómstóll fer með endanlegt vald í túlkun á gildandi siðum í umdæmi dómstólsins. Í Bandaríkjunum eru tveir hópar, líkt og í Róm á mörkum lýðveldis og keisaratíma, sem berjast hatrammri baráttu um hvert skuli vera ríkjandi siðalögmál: frjálslyndir og íhaldsmenn.

Í Trump sameinast tvö rómversk stórmenni, Júlíus Sesar og Ciceró, sem hvor var í sínum hópnum. Vondu fréttirnar fyrir Trump eru að Sesar og Ciceró féllu báðir fyrir morðingjahendi.

 

 


mbl.is Trump tilnefni Barrett í sæti Ginsburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband