Sunnudagur, 30. ágúst 2020
Ísland og sóttvarnir í rauntíma
Sóttvarnir í stórum þjóðríkjum s.s. Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi eru flóknar og tímafrekar. Sóttvarnir hér á landi eru nær rauntíma.
Á meðan stórþjóðirnar draga upp áætlanir marga mánuði fram í tímann með tilheyrandi óvissu eru aðstæður á Íslandi þannig að áætlanir geta miðast við fáeinar vikur. Bæði er það fámennið og landafræðin, Ísland er eyja, sem auðvelda aðgerðir.
Spurningin sem yfirvöld í öllum ríkjum glíma við er sú sama. Hvert er jafnvægið á milli sóttvarna og heilbrigðs samfélags? Of litlar sóttvarnir geta leitt til veikinda og dauðsfalla en of miklar til margvíslegra félagslegra vandamála s.s. atvinnuleysis, félagslegrar einangrunar, fátæktar og fleiri einkenna óheilbrigðs samfélags.
Svarið við spurningunni breytist eftir því sem faraldurinn sem kenndur er við kórónuveiruna þróast. Ekkert eitt rétt svar er til, heldur háð aðstæðum og nýgengi smita hverju sinni.
Í umræðunni um sóttvarnir á Íslandi fer lítið fyrir þeirri staðreynd að við getum brugðist við þróun farsóttarinnar hraðar og með skilvirkari hætti en flest önnur ríki. Tökum þessa staðreynd með í reikninginn og verum bjartsýn á að fyrr heldur en seinna létti farsóttinni.
![]() |
Skýrslu sem bendir til 85.000 dauðsfalla lekið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)