Laugardagur, 11. júlí 2020
Múslímar fastir i trúarheimsku
Fall Miklagarðs í hendur múslím, um miðja 15. öld, er haft til marks um endalok miðalda í Evrópu. Annað viðmið algengt er uppreisn Lúters 1517, er leiddi til klofnings kaþólsku kirkjunnar, húmanisma og veraldarhyggju sem kennd er við upplýsinguna. Þriðja viðmið endaloka miðalda er sigling Kólumbusar vestur á slóðir Leifs Eiríkssonar, laust fyrir 1500, og Evrópa lagði undir sig tvær heimsálfur á örfáum áratugum.
Múslímar hafa frá dögum spámannsins, Múhameðs á 7. öld, öfundast út í kristna. Múslímatrú er arabísk samsuða úr gyðingdómi og kristni með nokkru umburðarlyndi gagnvart barnaníði, sbr. hjúskaparmál spámannsins.
Þegar múslímar náðu Miklagarði breyttu þeir Ægisif i mosku, trúir köllun sinni að apa eftir kristnum. Múslímar gátu ekki og geta ekki líkt eftir kristinni veraldarhyggju sem gerði Evrópu að heimsveldi með verslun, iðnaði og velmegun. Eftir sátu múslímar í ættarsamfélagi landbúnaðar, hindurvitna og heimsku.
Ataturk landsfaðir Tyrklands nútímans skildi hverjum klukkan glymur og reyndi eftir fyrra stríð að draga öskrandi og emjandi múslíma í fyrrum aust-rómverska ríkinu inn í samtímann - gerði Ægisif að safni. Fyrir 100, já segi og skrifa, hundrað árum.
En hvað ætla múslímar að gera á því herrans ári 2020? Jú, endurvekja kristna kirkju frá ármiðöldum sem mosku. Einmitt það sem múslímar þurfa, að staðfesta fordóma og fyrirlitningu sem vestræn veraldarhyggja hefur á miðaldahugarfari fylgismanna spámannsins - frjálslynda fávitavinstrið undanskilið, sem heldur að trúarhelgað barnaníð sé göfugt.
Endurreisnin fór framhjá múslímum, upplýsingin einnig og sem og iðnbyltingin. Að ekki sé talað um mannréttindin í kjölfar frönsku byltingarinnar. Aðeins eitt ríki í miðausturlöndum, Ísrael, býr að þessari arfleifð. Múslímar, ásamt vestræna fávitavinstrinu, hatast við Ísrael.
Eina von múslíma um að siðmenning þeirra fái nokkurt gildi er að gikkfingurinn verði laus á Trump og Pútín og þeir sprengi vesturlönd á steinaldarstigið. Þar myndi íslam finna sig heima með eina trú, einn guð og allsherjarvisku í eyðimörkinni.
![]() |
Breytir Ægisif í mosku á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)