Mannréttindi án málfrelsis er samfélag kúgunar

Ef mannréttindi eru að vernda fólk fyrir skoðunum, sem það er ósammála, þá verður málfrelsið að víkja. Án málfrelsis blasir við samfélag kúgunar þar sem sumar skoðanir eru bannaðar án umræðu. Kúgun og mannréttindi eru andstæður.

Málfrelsi er forsenda mannréttinda.Jafnvel einarðir andstæðingar Trump skilja þetta samhengi og biðja um að orðið sé frjálst.

Vinstrimenn og frjálslyndir vilja banna svokallaða hatursorðræðu. En hatur er tilfinning, líkt og ást. Það er ekki hægt að banna tilfinningar. Þær einfaldlega eru hluti mannlegrar tilveru.

Þeir sem vilja banna tilfinningar eru á móti mennskunni. Útkoman verður mannvonska í nafni mannúðar.


mbl.is Ekki nóg gert til að vernda notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband