Miðvikudagur, 3. júní 2020
Svartur sannleikur
Lögregluofbeldi í Minneapolis ætti að vera innsveitarkróníka en varð alríkismál og síðar félagslegur heimsfaraldur.
Sá er lést fyrir atbeina lögreglu í Minneapolis hét Floyd. 20 voru drepnir í Chichago; þeir eru allir nafnlausir og án hörundslitar. Sum morð eru tilefni áróðursherferðar en önnur ekki.
Þeldökki fjölmiðlamaðurinn Larry Elder tekur saman tölfræðilegar staðreyndir um löggumorð og glæpi í Bandaríkjunum.
Svartir drepa tvöfalt fleiri hvíta en hvítir svarta, er ein staðreyndin.
![]() |
Val á milli sannleika og lyga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 3. júní 2020
Frjálslyndir: tjáningarfrelsið er hættulegt, verður að banna
Frjálslyndir vinstrimenn telja nauðsynlegt að takamarka tjáningarfrelsið ef það notað til að segja hlutina eins og þeir eru.
Glæpur Bandaríkjaforseta er sagður þessi:
Þegar gripdeildir hefjast, hefst skothríðin, skrifaði forsetinn í færslunni sem var falin af Twitter, en hefur áfram fengið að vera ófalin á Facebook.
Allir óbrjálaðir sjá að athugasemdin er laukrétt. Lögleysa leiðir til valdbeitingar. Spurningin er aðeins hvort vopnavaldinu verði beitt af yfirvöldum eða þeim sem sæta þjófnaði og eyðileggingu eigna.
Frjálslyndir vinstrimenn tala fyrir óreiðu, upplausn og gripdeildum en vilja banna umræðu um afleiðingarnar.
Frumskógarlögmálið, þar sem hver er sjálfum sér næstur, er orðið að hugmyndafræði frjálslyndra vinstrimanna. Kyndugt, svo ekki sé meira sagt.
![]() |
Segja Zuckerberg setja hættulegt fordæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)