17. júní 1944 og 16. júlí 2009

Íslendingar stofnuðu lýðveldi á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar undir lok seinna stríðs. Tæpum 100 árum áður lagði Jón grunn að sjálfstæði þjóðarinnar með grein í tímariti sínu, Nýjum félagsritum.

Greinin, Hugvekja til Íslendinga, rökstuddi nauðsyn þess Íslendingar réðu sjálfir sínum málum en ekki útlendingar. Heimastjórn í byrjun 20. aldar og fullveldi hálfum öðrum áratug síðar voru markmið Jóns í greininni frá 1848.

Sáttin um lýðveldið var rofin 16. júlí 2009 þegar ríkisstjórn vinstrimanna, kennd við Jóhönnu Sigurðardóttir, knúði fram á alþingi samþykkt ESB-umsóknar Samfylkingar. Litlu munaði að fullveldið yrði flutt í heilu lagi til Brussel. 

Á þjóðhátíðardegi er hollt að minnast þess að það skiptir máli hverjir sitja alþingi, - og Bessastaði. 


Bloggfærslur 17. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband