Lokað samfélag, já takk

,,Ég mætti ein­um manni á hjóli. Þetta var bara eins og þegar maður var strák­ur í sveit fyr­ir fimm­tíu árum," segir Árni Sæberg ljósmyndari. Orðin eru löngun eftir liðnum tíma einfaldleika og lífsfyllingu í fásinni.

Allir horfðu á sama sjónvarsefnið - Helga Björns þess tíma. Skjárinn var stillimynd á fimmtudögum og á sumrin. Samskipti voru mannleg en ekki stafræn. Reglur voru skýrari um hvað mátti og hvað ekki. Utanlandsferðir voru sjaldgæf ævintýri og vöruúrvaldið fábreytt, Mackintosh var jólasælgæti.

Við erum ekki ein um eftirsjá eftir gamla tímanum. Bretar eru giska ánægðir í útgöngubanni og vilja framlengingu á meðan sóttin varir. Íslandsvinurinn og ESB-andstæðingurinn Daníel Hannan segir óhugnanlegt að fylgjast með afturhvarfinu.

Farsóttin og varnir gegn henni skelltu samfélaginu í lás. Frjálshyggjumenn eru þeir einu sem mótmæla. Við hin unum glöð í læstu samfélagi og bíðum skipafrétta í hádegisútvarpinu. 

 


mbl.is Kippt áratugi aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband