Fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Sósíalistar hatast við menntafólk
,,Er menntafólk óvinurinn?", spyr Helga Vala þingmaður Samfylkingar í Moggagrein.
Já, segir framkvæmdastjóri Eflingar og talar með fyrirlitningu um að það séu ,,einhverjir háskólanemar að safna sér fyrir heimsreisum" þegar hann ræðir um háskólamenntaða starfsmenn leikskóla.
Þegar sósíalistar skilgreina ,,stéttaóvini" er hyggilegt að hafa varann á og gæta að sér - fái sossarnir völd í samfélaginu.
![]() |
Orð Dags blaut tuska í andlit Eflingarfólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2020
RÚV í Grétulandi
RÚV segir frá vaxandi fjölda sem efast um manngert veðurfar. Fyrirsögn er eins hlutdræg og verða má: ,,Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum".
Virtir vísindamenn trúa ekki á manngert veðurfar. Sumir þeirra, eins og Judith Curry og Roy Spencer, halda útí heimasíðum þar sem fjallað er um loftslagsbreytingar á yfirvegaðan hátt.
Aðrir, eins og Richard Lindzen og John Christy, tala á fundum og ráðstefnum sem endurbirtir eru á youtube.
Fyrir skömmu skrifuðu 700 vísindamenn og sérfræðingar undir skjal þar sem áróðri um manngert veður og loftslagsvá er mótmælt.
Höfundur fréttarinnar á RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segir virta loftslagsvísindamenn ,,afneita loftslagsvísindum" þegar þeir stunda vísindi sín í stað þess að krjúpa á kné fyrir Grétu Thunberg. Er Sigríður Dögg í aukavinnu hjá Vinstri grænum?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)