Sósíalistar hatast við menntafólk

,,Er menntafólk óvinurinn?", spyr Helga Vala þingmaður Samfylkingar í Moggagrein.

Já, segir framkvæmdastjóri Eflingar og talar með fyrirlitningu um að það séu ,,ein­hverj­ir há­skóla­nem­ar að safna sér fyr­ir heims­reis­um" þegar hann ræðir um háskólamenntaða starfsmenn leikskóla.

Þegar sósíalistar skilgreina ,,stéttaóvini" er hyggilegt að hafa varann á og gæta að sér - fái sossarnir völd í samfélaginu.


mbl.is Orð Dags „blaut tuska“ í andlit Eflingarfólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV í Grétulandi

RÚV segir frá vaxandi fjölda sem efast um manngert veðurfar. Fyrirsögn er eins hlutdræg og verða má: ,,Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum". 

Virtir vísindamenn trúa ekki á manngert veðurfar. Sumir þeirra, eins og Judith Curry og Roy Spencer, halda útí heimasíðum þar sem fjallað er um loftslagsbreytingar á yfirvegaðan hátt.

Aðrir, eins og Richard Lindzen og John Christy, tala á fundum og ráðstefnum sem endurbirtir eru á youtube.

Fyrir skömmu skrifuðu 700 vísindamenn og sérfræðingar undir skjal þar sem áróðri um manngert veður og loftslagsvá er mótmælt.

Höfundur fréttarinnar á RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segir virta loftslagsvísindamenn ,,afneita loftslagsvísindum" þegar þeir stunda vísindi sín í stað þess að krjúpa á kné fyrir Grétu Thunberg. Er Sigríður Dögg í aukavinnu hjá Vinstri grænum?


Bloggfærslur 20. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband