Þriðjudagur, 3. nóvember 2020
Trump, valdaelítan og veiran
Bandaríkin eru tveggja flokka ríki. Demókratar og Repúblíkanar, þ.e. ráðandi öfl innan flokkanna, eru sammála í meginatriðum. Frjálslynd alþjóðahyggja þar ráðandi og herská í meira lagi: Írak, Úkraína og Sýrland er meðal afreka hennar á þessari öld.
Utanríkisstefnan er kennd við leðju (blob) og var ekki skemmt þegar Trump fækkaði bandarískum hermönnum í Evrópu.
Í innanríkismálum er meiri meiningarmunur. Þeir frjálslyndu trúa á þriggja, sjö eða níu kynja heimi á meðan þeir íhaldssömu halla sér ýmist að Kristi eða Darwin. Í heimi frjálslyndra er veðurfarið manngert en hægrimenn telja náttúruna ráða ferðinni. Grunnt er á sjálfsfyrirlitningu frjálslyndra, einkum hvítra, en íhaldið er sátt í eigin skinni.
Trump er til hægri en ekki dæmigerður repúblíkani. Árið 2016 var hann maður fólksins í Ameríku meginlandsins. Valdaelítan á strandhéruðin nánast skuldlaus.
Ef það er eitthvað eitt sem fellir Trump verður það Kínaveiran. Það yrði hómerískt að glókollur hristi af sér veiruna prívat og persónulega en verði án embættis á morgun vegna hennar.
![]() |
Verður það Biden eða Trump? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2020
Macron: við erum að tapa Evrópu
Skothvellirnir i Vín voru vart hættir þegar Macron Frakklandsforseti gaf út yfirlýsingu. ,,Þetta er okkar Evrópa," sagði sá franski í örvæntingu.
Múslímar drápu mann og annan um daginn í Frakklandi og nú er Vín vettvangur íslamista og tilkynna sig höfunda lífs og dauða á meginlandi Evrópu, sem þangað til í gær kenndi sig við fjölmenningu.
Evrópa er að deyja í höndunum á þeim sem opnuðu flóðgáttir vítis og hleyptu óhindrað í meginlandið fylgismönnum spámannsins.
![]() |
Þrír látnir fjöldi árásarmanna enn óljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)