Þriðjudagur, 6. október 2020
Trump, Biden og tvíeðli Bandaríkjanna
Sitjandi forseti telur Bandaríkin á réttri leið. Risinn úr rekkju Kínaveirunnar hvetur hann landsmenn til að fylkja sér um bandaríska drauminn.
Biden áskorandi er fullur bölmóðs og segir Bandaríkin ruslahrúgu kóvits og kynþáttahaturs.
Tvíeðli bandarísku þjóðarsálarinnar birtist glöggt í Trump og Biden. Fyrstu evrópsku landnemarnir, að Þorfinni og Guðríði frátöldum, voru púrítanar, hreintrúarmenn, er sáu syndina í hverju horni og biðu heimsloka. Síðar komu áræðnir menn þreyttir á gömlu Evrópu og töldu vestrið land tækifæranna.
Sigri Biden leggst bölmóður yfir vestrið en fái Trump betur sést til sólar.
![]() |
Hress og hlakkar til nýrra kappræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. október 2020
Bæling, ekki hjarðónæmi
Orðtakið að skipta ekki um hest í miðri á er lýsandi fyrir farsóttarsamfélagið sem er Ísland í dag. Bælingarstefnan var allsráðandi á vesturlöndum í vor og við sitjum enn þann hest. Þótt útfærslur væru ólíkar, sbr. Svíþjóð, var í grunninn sama stefnan ráðandi, að kappkosta bælingu.
Ef veiran fengi að leika lausum hala í þrjá mánuði, og aldraðir og veikir teknir út fyrir sviga, yrði til hjarðónæmi á þremur mánuðum, segir faraldsfræðingurinn Sunetra Gupta í Oxford og fær stuðning frá lærðum félögum.
En hjarðónæmisstrætisvagninn er farinn. Samfélagið er gírað inn á bælinguna. Við sitjum uppi með fyrri ákvarðanir, jafnvel þó, svona eftir á að hyggja, þær hafi ekki endilega verið þær heppilegustu.
Sóttvarnarþreytu gætir í vaxandi mæli. Sú þreyta gæti leitt til þess að samfélög reyndu að hlaupa uppi ónæmisvagninn. Og enn bólar ekkert á bóluefninu.
![]() |
Boða hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)