Sunnudagur, 4. október 2020
Tyrkja-Villi og Albaníu-Ásdís
Jaðarfólk í Sjálfstæðisflokknum leitar gjarnan fyrirmynda til suðaustur Evrópu fyrir Ísland. Ásdís Halla vildi á sínum tíma að við tækjum albanska heilbrigðiskerfið okkur til fyrirmyndar. Núna kemur Vilhjálmur Egilsson og boðar Tyrkland sem fyrirmynd í sóttvörnum.
Vilhjálmur segir Tyrki giska snjalla í túrismanum, þeir fái aðeins ósmitaða ferðamenn til landsins. Öll Evrópa logar í faraldrinum en Tyrkir eru í fínum málum, segir Villi.
Tyrkneskar sóttvarnir og albanskt heilbrigðiskerfi eru glæsilegar fyrirmyndir. Áfram XD.
![]() |
Lágt nýgengi í Tyrklandi og landið galopið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. október 2020
Trump og heimsfriðurinn
Trump er pólitísk mótsögn. Kjör hans 2016 leiddi til innanlandsófriðar í Bandaríkjunum en friðsælla varð í heiminum. Trump dró úr átökum í Austur-Evrópu og stefna hans eykur friðarlíkur í miðausturlöndum.
Í heimalandi forsetans er aftur vargöld menningarstríðs.
Trump er hvorki upphaf né endir á álitamálum friðar og ófriðar, í Bandaríkjunum eða á alþjóðavísu. Falli Trump, hvort heldur fyrir Kínaveirunni eða bandarískum kjósendum, er ekki um það að ræða að af-trumpvæðast, láta eins og veröldin hverfi til baka í fyrra horf.
Hitt er líklegra að lausung aukist á milli þjóða. Blóðsúthellingar verði í Austur-Evrópu og miðausturlöndum á meðan andstæðingar í þessum heimshlutum lesa í spil nýrra ráðamanna í Washington. Hvað Bandaríkin sjálf áhrærir er nær öruggt að menningarstríðinu linnir ekki í bráð.
Hætt er við að margir svarnir andstæðingar Trump munu horfa til kjörtímabilsins 2016-2020 og sakna leiðtogans. Óvissutímar án leiðtoga eru eins og geðsjúkrahús í höndum sjúklinga.
![]() |
Trump: Mér líður mun betur núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)