Efling og sósíalísk refsistefna

Í Sovétríkjunum voru menn dæmdir fyrir ,,andfélagslega hegðun" og ,,stéttaóvinir" voru nánast réttdræpir. Einkenni þeirra rétttrúuðu er refsigleðin. Gildir líka um Eflingu.

Sólveig Anna og sósíalistarnir kynna til sögunnar nýjan glæp sem kallast ,,launaþjófnaður." Sossarnir gleyma því að við búum ekki í einstefnuríki heldur lýðræðisríki með akvegum í báðar áttir.

Ef hugmynd Eflingar um ,,launaþjófnað" nær fram að ganga verður einnig refsivert að stelast í samfélagsmiðla, spjalla í síma eða skjótast frá þegar fólk á að vera í vinnunni. Atvinnurekendur fá víðtækar heimildir til að refsa fólk sem slugsar í vinnu eða sýnir af sér hyskni. Ef það er þjófnaður þegar atvinnurekandi greiðir ekki rétt laun kemur stuldur einnig við sögu er launþegi sinnir ekki vinnuskyldu sinni upp á punkt og prik. Rétttrúnaðurinn flæðir í báðar áttir.

Líklega hefur Sólveig Anna ekki hugsað nýja hugtakið sitt um ,,launaþjófnað" til enda. Sósíalistar eru eintóna fólk, skilja ekki blæbrigði mannlífsins.


mbl.is Herferð gegn launaþjófnaði atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælisiðnaðurinn - engin kreppa þar

Fyrir nokkrum dögum lenti á Keflavíkurflugvelli far­þega­vél frá Ítalíu. Tæpur helmingur 35 farþega var hælisleitendur. Kostnaður vegna hvers hæl­is­leit­enda er líklega 6 millj­ónir og þessi flugvélafarmur kostar rík­is­sjóð um 84 millj­ón­ir.

Hælisleitendur síðustu þriggja vikna hafa kostað ríkissjóð um 325 milljónir króna.

Ofangreindar upplýsingar eru úr Kjarnanum, sem ræddi við Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins er látið hefur málið til sín taka.

Nokkuð augljóst er að einhverjir gera út á Ísland sem paradís fyrir hælisleitendur.

 


Bloggfærslur 13. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband