Sunnudagur, 5. janúar 2020
Sigmundur Davíð er mótvægi við vinstrafrjálslyndið
Þingmaður Samfylkingar vill úrsögn Íslands úr Nató út af Trump. Formaður Viðreisnar vill Ísland inn í ESB-óreiðusamtökin. Vinstri grænir boða afbyggingu atvinnulífsins í nafni glópahlýnunar.
Sjálfstæðisflokkurinn er smitaður vinstrafrjálslyndinu, samanber 3. orkupakkann og glópatrú á manngert veðurfar.
Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn eru borgaralegt mótvægi við raðdómgreindarleysi vinstrafrjálslyndis.
![]() |
Telur að Sigmundur Davíð verði í næstu ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. janúar 2020
Frjálslynd stríð og Trump-lögmálið
Innrásin í Írak 2003 var gerð undir merkjum vestræns frjálslyndis. Markmiðið var að steypa af stóli einræðisherra, Saddam Hussein, og umskapa Írak. Verkefnið mistókst herfilega. Áratug síðar munaði litlu að Írak yrði að Ríki íslams.
Borgarastríðið í Írak og síðar í Sýrlandi styrkti Íran. Trump fékk forsetaembættið 2016 m.a. út á loforð um að hætta frjálslyndum stríðum í miðausturlöndum. Frjálslyndinu heima fyrir sýndi Trump fingurinn með því að loka á straum innflytjenda frá múslímaríkjum. Með frjálslyndum stríðum fór fjölmenningin á haugana.
Slagorð Trump um endurreisn Stór-Ameríku var túlkað sem veikleikamerki í miðausturlöndum. Íran gekk á lagið. Þegjandi samkomulag var á milli Írans og Trump-stjórnarinnar, segir í Jerusalem Post, um að útþensla íranskra áhrifa mætti vera á kostnað bandamanna Bandaríkjanna en ekki bandarískra mannslífa. Stórveldi sem ekki tryggir líf þegna sinna er vitanlega smátt.
Íranir brutu þegjandi samkomulagið með drápi á Bandaríkjamanni í flugskeytaárás í Írak 27. desember. Nokkrum dögum síðar var einn valdamesti maður Írans, og aðalhöfundur útþenslustefnunnar, Soleimani, tekinn af lífi í Bagdad af Bandaríkjaher.
Trump mun ekki hefja landhernað gegn Íran upp á frjálslynda vísu. En hann getur látið eldi og brennisteini rigna yfir Íran, sprengt landið aftur á steinöld.
Trump er ekki heftur af frjálslyndi. Í viðtengdri frétt segir: ,,Trump sagði að ýmis þeirra skotmarka sem væru í sigti Bandaríkjamanna hefðu mikla þýðingu fyrir Íran og íranska menningu." Í munni frjálslyndra er tortíming menningar bannorð. Lögmál fjölmenningar leyfir ekki slíkt orðfæri. Trump boðar annað lögmál, sýnu óvægara en það frjálslynda.
Klerkastjórnin í Teheran skilur vonandi Trump-lögmálið áður en það er um seinan.
![]() |
Reiðubúnir að ráðast á 52 skotmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)