Fimmtudagur, 19. september 2019
Nei, Katrín, glópahlýnun er ekki vísindi
Allt sem við gerum byggir á vísindum, sagði Katrín forsætis á alþingi um aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er rangt. Pólitíkusar og embættismenn leggja línurnar, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og ESB, vísindamenn sem standa undir nafni halda sig fjarri.
Eftir því sem rökin fyrir manngerðu veðurfari veikjast eykst trúarhiti þeirra sannfærðu, skrifar maður með vísindagráðu. Vísindamenn á sviði loftslagsmála, t.d. Roy Spencer, Judith Curry og Richard Lindzen afneita trúnni sem Katrín játast. Velviljaður Dani, Björn Lomborg, sem hefur kynnt sér málin, harmar ömurlegar afleiðingar veðurfarsglópanna.
Katrín er of ung til að vera farin yfir móðuna miklu þegar spilaborg glópahlýnunar hrynur. Vísindin munu ekki hjálpa Katrínu að verja málstaðinn og trúarfólkið finnur sér óðara aðra bábilju fyrir alheimssannleik.
![]() |
Skoðanir Miðflokksmanna í grýttan jarðveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 19. september 2019
Siðaklemma góða fólksins
Þegar hvítur málar sig svartan fordjarfar hann sig með kynþáttaníði, segir góða fólkið.
Helsti talsmaður góða fólksins á alþjóðavettvangi er sýndur lita sig svartan.
Góða fólkið lendir í siðaklemmu. Hvort á að fyrirgefa eða fordæma?
![]() |
Trudeau sér eftir rasískum Aladdín-búningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. september 2019
Flóttabörn á fimmtugsaldri
Sum ,,flóttabörn" sem koma til Svíþjóðar eru í raun fertug, segir sænskur barnalæknir. Það er siðlaust að rannsaka ekki aldur meintra flóttabarna þar sem fullorðnir karlmenn taka til sín fjármuni og stuðning sem ætlaður er börnum, skrifar læknirinn Josef Milerad í sænskt fagrit lækna.
Fjölmiðlar í Svíþjóð taka málið upp og vekja athygli á að allt að 40$ meintra flóttabarna er koma til Svíþjóðar gefa upp rangan aldur. Fullorðnir karlmenn stela til sín bjargráðum fyrir börn.
Milerad læknir segir marga starfsfélaga sína ekki þora að tjá sig um málið af ótta við að fá á sig ásakanir um útlendingahatur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)