Föstudagur, 2. ágúst 2019
Heilög Katrín og einkalíf annarra
Hvað fólk hugsar og talar í einkalífi er, samkvæmt siðferði og lögum, einkamál.
Fáeinir þingmenn stunduðu einkalíf sín á milli og voru hljóðritaðir með ólögmætum hætti.
Heilög Katrín ætti ekki að fara í hlutverk faríseans þegar klausturmál ber á góma. Hver veit hvað hún sjálf hugsar og talar í sínu einkalífi?
![]() |
Skilji ekki alvarleika orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. ágúst 2019
Frakkar steiktir, Englendingar bara svalir
Falsfrétt mbl.is, meðfylgjandi, er að manngert veður sé um það bil að steikja Frakka. Handan Ermasundsins er England sem býr að hvað lengstu samfelldu hitamælingum á byggðu bóli.
Meðalhitinn í júlí nýliðnum var 17,5 C, sem er 1,3 gráðum kaldara, já kaldara, en árið 1783.
En falsfréttir fjölmiðla eru ábyggilega áreiðanlegri en raunmælingar á hitastigi.
![]() |
Óhugnanleg gervispáin rættist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 2. ágúst 2019
Brandarinn um að Rússar ógni vesturlöndum
Rússland er með efnahagskerfi á stærð við Ítalíu og er ekki ógn við vesturlönd, segir Stephen M. Walt prófessor í Harvard og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum.
Rússland stundar ekki ágengan útflutning á hugmyndafræði líkt og Sovétríkin gerðu. Áróðurinn um að Rússar ráði niðurstöðum forsetakosninga í Bandaríkjunum og þingkosningum í Vestur-Evrópu er beinlínis kjánalegur. Hvaðan ættu Rússar að fá þekkingu og færni að stunda ísmeygilegan áróður til að fá Jón og Gunnu í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu að kjósa þennan eða hinn frambjóðandann?
Kalda stríðinu lauk 1991 með falli Sovétríkjanna. Útþenslustefna hrokafrjálslyndis á vesturlöndum tók við og leiddi til hörmunga á fjarlægum slóðum, eins og Írak, Sýrlandi og Úkraínu. Rússagrýlunni var haldið við í áróðursskyni.
![]() |
Nýtt vígbúnaðarkapphlaup í uppsiglingu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)