Föstudagur, 5. júlí 2019
Samfylkingin: fleiri múslíma, minna áfengi
,,Við ættum þver á móti að reyna að fá sem flesta múslima til landsins því það er hluti af trú þeirra að drekka ekki áfengi. Hin raunverulega ógn á Íslandi er alkóhólismi. Alkóhólismi er heilasjúkdómur og íslenska þjóðin er heltekin af honum. Fárveik."
Ofanritað er skrifað af Jóni Gnarr, er var borgarstjóri í umboði Samfylkingar og gekk síðar í flokkinn til að bæta stöðu hans á landsvísu.
Líklega er rétt hjá Jóni að lítið er um áfengisvanda í múslímaríkjum. Konur eru heldur ekki vandamál, þær eru ekki með þegnrétt á við karlmenn og fara ekki af heimilinu nema í fylgd karlkyns ættingja. Hommar eru ekki vandamál, þar sem gagnkynhneigð er fordæmd og hommar einatt drepnir. Trúfrelsi telst ekki vandamál, allir eiga að sýna spámanninum undirgefni, dauðarefsingu er annars beitt.
Múslíma-Samfylkingar-Ísland yrði sannkölluð paradís á jörð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)