Föstudagur, 12. júlí 2019
Óafturkræf heimska um manngert veður
Vísindamaðurinn John Christy er af gamla skólanum. Tilgátur eru settar fram og þær prófaðar með mælanlegum veruleika. Ef tilgátan stóðst ekki prófið var henni hafnað. John Christy og félagar tóku spálíkön IPCC (háborg þeirra sem trúa á manngert veður) og báru saman við raunmælingar á hitastigi jarðar.
Niðurstaða Christy og félaga er að spálíkön IPCC spáðu þrisvar sinnum meiri hlýnun en raunmælingar sýndu. Spárnar gáfu sér einfaldlega ranga forsendu, að brennsla mannsins á jarðefnaeldsneyti ylli hækkun hitastigs á jörðinni. Þegar rusl er sett inn í reiknilíkan kemur rusl út.
Munu þeir sem trúa á manngert veður þakka Christy og félögum og biðja okkur hin afsökunar að boða í áratugi heimsendi vegna manngerðs veðurfars? Nei, þeir uppnefna vísindamenn eins og Christy ,,afneitara" og halda áfram ljúga að almenningi að veðurfar sé manngert. Börn og unglingar eru síðustu fórnarlömbin.
Þeir sem halda fram kennisetningunni um manngert veður valda óafturkræfum skaða á tiltrú fólks á vísindum. Vísindi verða sett í flokk með hindurvitnum og bábiljum fyrri tíðar.
![]() |
Bráðnun suðurskauts að verða óafturkræf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)