Píratar í vanda: segir Þórhildur Sunna af sér?

Siðbót er meginerindi Pírata í stjórnmál, að eigin sögn. Píratar hafa ofurtrú á reglum og vilja nýja stjórnarskrá til stokka upp grunnreglur samfélagsins.

Nú þegar forsætisnefnd alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, hafi brotið siðareglur alþingis eiga Píratar aðeins tvo kosti í stöðunni.

Í fyrsta lagi að Þórhildur Sunna segi af sér þingmennsku og axli þar með ábyrgð. Í öðru lagi að Píratar gefi út þá yfirlýsingu að siðareglur séu ómarktækar og brot á þeim eigi ekki að hafa neinar afleiðingar.

Yfir til ykkar, sjóræningjar.


mbl.is Forsætisnefnd sammála siðanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir setja múslímum stólinn fyrir dyrnar

Dönsk stjórnvöld gefa út lista yfir gettó, hverfi þar sem útlendingar án vestræns uppruna (les: múslímar) eru í meirihluta, þátttaka í atvinnulífi er lítil, glæpir eru algengir,  menntunarstig er lágt og tekjur sömuleiðis.

Danir skilgreindu gettó eftir að þeir vöknuðu upp við þann vonda draum að múslímar hreiðruðu um sig í menningarkimum og sögðu sig úr siðum og lögum dansks samfélags. 

Sameinginlegt markmið danskra stjórnmálaflokka, hvort heldur til hægri eða vinstri, er að koma í veg fyrir gettómenningu. Það þýðir minni innflutningur fólks frá framandi menningarheimum og róttækar aðgerðir til að knýja á um aðlögun aðkomufólks að dönsku samfélagi.


mbl.is Frederiksen verður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband