Málsvörn þjóðarhagsmuna er ekki málþóf

Miðflokksmenn standa fyrir málsvörn þjóðarhagsmuna í orkupakkamálinu. Þeir fara í einu og öllu eftir þingsköpum. Ótækt er að fjölmiðlar éti upp áróður andstæðinga nýja þjóðarflokksins um að hér sé á ferðinni málþóf.

Þingstörf geta haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins lengi og ríkisstjórnin geymir orkupakkann áfram ofan í skúffu - en hann hefur verið í geymslu frá 2009.

Orkupakkinn er ósvífin tilraun til að blekkja þjóðina. Góðu heilli sá Miðflokkurinn ekki ástæðu til að taka þátt í blekkingunni og beitir viðurkenndum aðferðum til að hindra meirihluta alþingis að ganga erinda lítils minnihluta þjóðarinnar.

 


mbl.is „Væntanlega lengra þing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkir menn, veikir flokkar

Farage í Englandi, Le Pen í Frakklandi, Salvini á Ítalíu, Urban í Ungverjalandi og Kurz í Austurríki eru sigurvegarar ESB-kosninganna 2019. Allir til hægri og gagnrýnir á yfirþjóðlegt vald.

Miðjan hrynur í Evrópu samtímis sem fleiri kjósendur taka afstöðu en áður. Stórir meginflokkar, t.d. í Englandi og Frakklandi, eru rúnir trausti og standa á barmi glötunar.

Hamskiptin í Evrópu munu hafa áhrif á íslensk stjórnmál. Eftirspurn eftir afgerandi afstöðu eykst en þolinmæði fyrir moðsuðu minnkar.


mbl.is „Svona er að upplifa tortímingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband