Gunnar Smári: gyðingar eru nasistar

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifar:

Júróvision í Ísrael eru próf á borð við ólympíuleikana í Berlín 1936. Nú eigum við að segja nei

og

Svona menningarviðburðir eru ætíð notaðir af fasískum stjórnvöldum til sjálfsupphafningar og til að sannfæra sitt fólk um blessun heimsbyggðarinnar yfir ofbeldi gegn borgurunum og stríði gegn nágrönnum,

Huggulegt, eða hitt þó heldur.


Fangelsisbætur bankastjóra Landsbanka - fyrirfram

Auðmaðurinn Jón Ásgeir á Fréttablaðið. Í viðskiptablaðhluta útgáfunnar í dag er kauphækkun bankastjóra Landsbankans rædd. Þar segir

Stjórnendur hafa undanfarinn áratug fengið áralanga fangelsisdóma í bunkum fyrir ákvarðanir sem þeir tóku við störf sín. Í sumum tilfellum virðist þunn lína milli þess hvort verið sé að refsa þeim fyrir efnahagsglæpi, eða einfaldlega slæmar viðskiptaákvarðanir, sem jafnvel hafa verið teknar undir fordæmalausri pressu. Í því samhengi er það spurning um sjónarhorn hvort bankastjórnendur teljist hafa of há laun.

Skoðun útgáfu Jóns Ásgeirs er þessi: stjórnendur eiga að fá fyrirframgreiddar bætur fyrir fangelsisdóma sem þeir kunna að hljóta.

Innifalið í þessari skoðun Fréttablaðsins er að íslenskir stjórnendur geti einfaldlega ekki starfað heiðarlega. Bragð er að þá barnið finnur.


mbl.is Sammála um taktleysi launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling: þjóðin vill sósíalisma, Gallup segir það

Á tíma útrásar vildi þjóðin að auðmenn eins og Jón Ásgeir í Baugi stjórnuðu landinu. Það sögðu a.m.k. skoðanakannanir sem Gunnar Smári þáverandi aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs gerði á ritstjórn Fréttablaðsins.

Gunnar Smári er orðinn sósíalisti eftir auðmannavolkið og gerir út pólitíska unglinga í því skyni. Aðferðin er sú sama, að fá ,,rétta" niðurstöðu í könnun um hvað almenningur vill.

Einn unglingurinn rekur Eflingu fyrir Gunnar Smára. Sólveig Anna segir þjóðinni að Gallup mæli traustan stuðning við kröfur um sósíalískt Ísland.

Í ríkisútvarpi vinstrimanna er hnykkt á boðskapnum: við eigum digra verkfallssjóði til að skapa úlfúð og óreiðu í samfélaginu, er haft eftir smáríska ungstirninu.

Hvort það eru auðmenn eða sósíalistar sem ráða för er í raun aukaatriði. Eins lengi og Gunnar Smári fær að vera memm. Ekkert mál er að láta skoðanakönnun sanna það. 


Bloggfærslur 13. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband