Kavan­augh og landsréttur

Í viðtengdri frétt segir af sýknu landsréttar á ungum manni sem ákærður var fyrir nauðgun. Atvikalýsing ber með sér margbreytileika kynlífsathafna fólks.

Vestur í Bandaríkjunum er allt á öðrum endanum vegna Brett Kavan­augh dómaraefnis Trump forseta til hæstaréttar þar í landi. Dómaraefnið er sagt hafa 17 ára, fyrir tæpum 40 árum, haldið fyrir munn 15 ára stúlku og lagst ofan á hana með kynlífstilburðum. Kavanaugh neitar meintu athæfi.

Atvikalýsing í sýknu landsréttar annars vegar og hins vegar Kavan­augh-málið gefa til kynna að sagan af býflugum og blómum sé full blæbrigðasnauð. 

 


mbl.is Klofinn dómur snýr við nauðgunardómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apar, forstjórar og verkó

Tilraun með apa sýnir að tegundin er næm fyrir launajafnrétti. Margt er líkt með skyldum. Egill Helgason birtir veggspjald með launahækkun forstjóra í því skyni að réttlæta kaupkröfur róttækustu afla verkalýðshreyfingarinnar.

Á veggspjaldið vantar breytuna sem öllu máli skiptir: á hvaða tíma forstjórarnir fengu hækkun og hverjar voru hækkanir almennra launþega á sama tíma.

Margur verður af aurum api.


Vinstrimenn játast Trump

Trump fer með rétt mál þegar hann heldur fram þjóðríkinu gegn alþjóðahyggjunni, segir ritstjóri vinstriútgáfunnar Guardian. Dálkahöfundur sömu útgáfu segir forystu breska Verkamannaflokksins jafn gagnrýna á alþjóðahyggjuna og stuðningsfólk Trump.

Forysta Verkamannaflokksins lítur á Evrópusambandið sem hluta af alþjóðlegum kapítalisma þar sem Nató og Alþjóðabankinn eru ráðandi öfl.

Frjálslyndir vinstrimenn og kapítalískir hægrimenn eru bakhjarlar alþjóðahyggjunnar. Það bakland er að hruni komið eftir atsókn Trump og róttækra vinstrimanna.


Bloggfærslur 28. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband