Fimmtudagur, 5. júlí 2018
Bretar fastir í lygavef Rússahaturs
Fyrir fjórum mánuđum urđu Skripal-feđginin fyrir eiturárás. Bresk yfirvöld kenndu Rússum um árásina. Engar sannanir voru lagđar fram, ađeins ţau kringumstćđurök ađ Skripal hafđi veriđ rússneskur gagnnjósnari.
Núna verđur breskt par fyrir eitrun á svipuđum slóđum og Skripal-feđginin. Innanríkisráđherra Bretlands krefur Rússa um skýringar. Ţessi viđbrögđ eru meira í ćtt viđ söguţráđ í skáldsögu eftir Kafka en veruleikann eins og hann blasir viđ hverjum óbrjáluđum einstaklingi.
Hvers vegna í veröldinni ćttu rússnesk yfirvöld ađ eitra fyrir hversdagslegu bresku pari í breskum smábć? Ţađ er lyginni líkast ađ ríkisstjórn Bretlands setji fram slíkar ásakanir. Enda liggur í augum uppi ađ máliđ er frá a til ö byggt á skefjalausu Rússahatri sem gengur yfir allan ţjófabálk.
![]() |
Vill ađ Rússar útskýri hvađ sé á seyđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. júlí 2018
Geta konur ekki unniđ fullt starf?
Ljósmćđur eru kvennastétt. Í tilefni af kjaradeilu ţeirra sendu hjúkrunarfrćđingar, önnur kvennastétt, frá sér fréttatilkynningu. Ţar segir m.a.
Starfsumhverfi, vinnutímaskipulag og álag í starfi gerir ţađ ađ verkum ađ ljósmćđur, hjúkrunarfrćđingar og ađrar heilbrigđismenntađar kvennastéttir sem vinna vaktavinnu treysta sér ekki til ţess ađ vera í háu starfshlutfalli.
Grunnskólakennarar eru einnig kvennastétt, um 80% ţeirra eru konur. Ţorgerđur Laufey Diđriksdóttir formađur Félags grunnskólakennara sagđi í Kastljósi 22. janúar s.l. ađ kennarar vildu vera meira heima en samt fá greitt fyrir fulla vinnu.
Grunnskólakennsla er ekki vaktavinna. Rökin um ađ vaktavinna fćli konur frá fullu starfi stenst ekki.
Samkvćmt gögnum fjármálaráđuneytisins eru ađeins 14 prósent ljósmćđra í fullu starfi. Međalstarfshlutfall ljósmćđra er nćr 70%. Ţetta fyrirkomulag getur ţýtt tvennt. Í fyrsta lagi ađ ţorri ljósmćđra kjósi hlutastarf til ađ eiga meiri frítíma. Í öđru lagi ađ ljósmćđur skrái sig í hlutastarf en taki í stađinn yfirvinnu, sem er međ hćrra tímakaup en dagvinna. Miđađ viđ ađ međallaun ljósmćđra í fullri vinnu eru 850 ţús. kr. á mánuđi virđist seinni kosturinn algengur.
Svo spurningunni í fyrirsögn sé svarađ beint. Jú, konur geta unniđ fulla vinnu. En ţćr kjósa ađ gera ţađ ekki. Opin spurning er hvers vegna. Ţađ skyldi ţó aldrei vera ađ konur séu eitthvađ annađ en karlar ţegar kemur ađ launavinnu?
![]() |
Ljósmćđur mćta međ tilbođ á morgun |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)