Föstudagur, 6. apríl 2018
Innanlandsófriður í Noregi, Ísland í gíslingu
ESB-sinnar í Noregi ætla að verja EES-samninginn til síðasta blóðdropa, enda líta þeir svo á að samningurinn sé fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið. Samtímis vex þeim fiskur um hrygg í Noregi sem vilja út úr EES.
Bretland er á leið úr Evrópusambandinu og ætla ekki inn í EES-samninginn enda vilja þeir fullveldið sitt tilbaka.
Ísland, eins og Noregur, er aðili að EES-samningnum. Norðmenn koma fram við okkur eins og hjálendu og ætlast til að Ísland samþykki útvíkkun EES-samningsins þegar það þjónar eingöngu norskum hagsmunum.
Ísland ætti að höggva á hnútinn og segja upp EES-samningnum. Hann gerir meira ógagn en gagn.
![]() |
Vilja ekki að Bretar fái betri samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. apríl 2018
Birgitta tekur gnarrinn á Pírata, fer í Vinstri græna
Birgitta Jónsdóttir vildi fá ráðgjafastöðu hjá Pírötum eftir að hún hætti þingmennsku. Þingflokkar fá tugi milljóna til að kaupa sérfræðiþjónustu og Birgitta vildi komast í þá peninga.
Birgitta eftir þingmennsku var í sömu stöðu og Jón Gnarr eftir borgarstjóraembættið. Bæði í leit að þægilegri innivinnu, fá nokkurs konar borgaralaun ónytjunga.
Vinstri grænir sáu aumur á Birgittu og búin var til nefnd fyrir hana á vegum forsætisráðuneytisins.
En, vitanlega, við getum bókað að Birgitta og Jón Gnarr, sem bæði eru hámenntuð í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, stunda opinbert líf algjörlega í þágu almannaheilla.
![]() |
Birgitta hætt í Pírötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)