Laugardagur, 28. apríl 2018
Hjálendurnar Ísland, Bretland og Noregur
Aðalfulltrúi Evrópuþingsins í Brexitviðræðum við Breta, Guy Verhofstadt, vill gera Breta að hjálendu Evrópusambandsins líkt og Ísland og Noreg, sem búa við EES-samninginn.
Bretar munu ekki samþykkja fyrirkomulag líkt og EES þar sem Evrópusambandið ákveður en hjálendurnar hlýða.
Ísland, Noregur fór aldrei inn í ESB, aðeins í anddyrið, sem er EES-samningurinn. Ásamt Bretum vera þessar þjóðir með ígildi fríverslunarsamninga við ESB eftir 2-5 ár. Sá tími verður notaður til að þjarka um útfærslur.
Um leið og við sendum EES-samninginn á ruslahaug sögunnar, þar sem hann á heima, eigum við að farga Schengen-samningnum, sem Bretar höfðu rænu á að taka ekki upp.
![]() |
Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. apríl 2018
Húsmóðirin í vesturbæ og 101-liðið
Húsmóðir í vesturbæ er pólitískt hugtak frá síðustu öld. Hugtakið vísaði til félagslegrar íhaldssemi og viðskiptafrelsis. Undir lok aldarinnar flutti húsmóðirin úr vesturbænum í úthverfi borgarinnar.
Um líkt leyti yfirtók 101-liðið, vinstrisinnaðir bótaþegar af ýmsu tagi, hverfið þar sem húsmóðirin var áður hryggstykkið.
101-liðið er félagslega frjálslynt og vill umsvif ríkisins sem mest enda koma bæturnar og styrkirnir þaðan.
Húsmóðirin kunni sjálfsbjörg en 101-liðið er þefvíst á matarholur.
![]() |
Vesturbæjaríhaldið útdautt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)