Þriðjudagur, 24. apríl 2018
Þrjú smáríki standa ekki undir EES
Evrópusambandið er með tvíhliða samning við Sviss og vinnur að samningi við Bretland. Þá er ESB með samninga við Tyrkland. En flóknasti samningurinn er við þrjú smáríki, Ísland, Noreg og Liechtenstein, - EES-samningurinn.
ESB er ekki kappsmál að halda í EES sem upphaflega var gerður fyrir ríki á leið inn i sambandið. Þvert á móti sýnir ESB málefninu lítinn skilning, fer fram með ítrustu kröfur um aðlögun og teygir samninginn yfir á ný svið, núna síðast orkumál.
Það er eins og Evrópusambandið sé að reyna á þolmörk Íslendinga og Norðmanna. I Osló hittir ESB fyrir ríkisstjórn og embættismenn sem eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild þótt norska þjóðin sé andvíg. Það kemur í hlut íslensku ríkisstjórnarinnar að leiða EES-samninginn til rökréttrar niðurstöðu: sem er að segja samningnum upp.
![]() |
Álíta sjálfstæðið vera vesen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)