Föstudagur, 20. apríl 2018
Vanmenntun karla er vandamál
Háskólapróf veitir aðgang að sérfræðistörfum, bæði á almenna vinnumarkaðnum og hjá hinu opinbera. Sérfræðingar verða millistjórnendur og úr þeim hópi koma forstjórar og æðstu yfirmenn fyrirtækja og stofnana.
Hlutfall kynjanna í háskólanámi er óðfluga að nálgast 70/30, þar sem sjö konur eru í háskólanámi á móti hverjum þrem körlum. Þetta er langtímaþróun. Konur urðu fleiri nýstúdentar en karlar í kringum 1980. Enginn fer í háskólanám án stúdentsprófs eða ígildi þess.
Það gefur auga leið að það er ekki hollt jafnrétti kynjanna að annað kynið verði ráðandi í háskólum. Það veit á verulega kynjaskekkju úti í þjóðfélaginu.
En umræða um vanmenntun karla er nánast engin. Hvað veldur?
![]() |
Helmingur kvenna með háskólapróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. apríl 2018
Konur múta körlum í hjúkrun
Stéttarfélag hjúkrunarfræðinga borgar skólagjöld karla í hjúkrunarnámi. Stéttarfélagið er 98% kvenkyns. Markmiðið segir formaður félagsins er að hærra hlutfall karla í starfsstéttinni skili sér í betri launum.
Hjúkrunarfræðinemar, flestar konur, vekja athygli á siðferði mútugjafa til veikara kynsins og spyrja um jafnréttið.
Kynjað atvinnulíf verður til í frjálsu vali. Það þarf sterkari rök en launaumslagið þegar beita skal mútugjöfum til að ,,leiðrétta" kynjahalla í einhverri starfsgrein.
![]() |
Vilja ekki borga skólagjöld karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)