RÚV nefnir snöru í hengds manns húsi

RÚV segir þá frétt að systurstofnunin í Austurríki höfði mál á hendur varakanslara landsins vegna ásakana um falsfréttir.

RÚV stefndi bloggara hér á landi fyrir sömu sakir.

Og tapaði.


Costco skálkaskjól fyrir aukna fákeppni

Fákeppni er íslensku versluninni blóð borin. Í skjóli fákeppni verður til ,,skilningur" á milli aðila um verð - ef ekki beint verðsamráð með samsærisfundum í Öskjuhlíð.

Eftir að Costco kom inn á markaðinn sjá stórfyrirtæki sér leik á borði og treysta fákeppnina. Rökin eru fánýt, Costco rekur eina verslun og eina bensínstöð, og er ekki að leggja undir sig markaðinn.

Samkeppniseftirlitið hlýtur að stöðva samruna eldsneytisfyrirtækja og matvöruverslana.


mbl.is Telur sjóðina of stóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir vinstriflokkar hrynja í Evrópu - yfirlit

Frjálslyndir vinstriflokkar, kenndir við sósíaldemókrataisma, eru í kreppu um alla Evrópu. Þýskir sósíaldemókratar fengu sl. haust sína verstu kosningu frá 1949, franskir og hollenskir systurflokkar þeirra þurrkuðust nærri út. Á Spáni og Ítalíu er staðan ekki hótinu skárri.

Í Guardian er yfirlit yfir stöðu frjálslyndra vinstriflokka. Meginástæða fyrir hruninu er að frjálslyndir vinstriflokkar eiga ekkert svar við knýjandi úrlausnarefni samtímans, alþjóðavæðingunni og áhrifum hennar á efnahag almennings og lífsskilyrði.

Tvær kennisetningar frjálslyndra vinstrimanna, frjáls alþjóðaviðskipi og fjölmenning, standast ekki dóm reynslunnar. Frjáls alþjóðaviðskipti leiða til ójafnaðar og fjölmenning til samfélagslegrar upplausnar.

Hér á Fróni er Samfylkingin boðberi frjálslyndrar vinstristefnu. Meira þarf ekki að segja.


Bloggfærslur 27. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband