Laugardagur, 24. febrúar 2018
Trump vinsælli en Obama
Donald Trump fær 50 prósent stuðning bandarískra kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn sem hann nær 50 prósent fylgi frá í júní á síðasta ári.
Obama fráfarandi forseti var með 45 prósent stuðning þegar jafn langt var liðið á kjörtímabil hans, samkvæmt Telegraph.
Trump verður líklega í framboði við næstu kosningar, haustið 2020.
![]() |
Trump talaði um skallablettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24. febrúar 2018
Upplýsingamengun, lýðræði og ábyrgð háskóla
Rektor ,,vék sérstaklega að upplýsingamengun sem græfi undan lýðræði í heiminum" í brautskráningarræðu í Háskóla Íslands.
Falsfréttir eru ein útgáfa ,,upplýsingamengunar". Tillögur eru um að loka á Facebook-fréttir til að takmarka falsfréttir.
En málið er flókið. Hlutlægar og málefnalegar upplýsingar eru orðnar vandfundnar. Hlutlæg blaðamennska á undir högg að sækja, jafnvel að hún sé búin að vera.
Háskólar bera nokkra sök á ,,upplýsingamengun" samtímans. Í háskólum varð vinsæl sú kenning, kennd við póstmódernisma, að enginn sannleikur sé til, aðeins skoðanir/túlkanir á veruleikanum og engin leið sé að gera upp á milli þeirra. Sem sagt; valkvæðar staðreyndir og enn valkvæðari túlkun á þeim. Slíkar kenningar enda vitanlega í vitleysu, ,,upplýsingamengun" er vægt orð um forheimskun póstmódernisma.
![]() |
Íslendingar uppræti úrelt viðhorf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. febrúar 2018
Karlmennska, vælukjóar og morð
Karlmennska er í skotlínunni eftir síðustu skotárásina í bandarískum unglingaskóla. Í New York Times er grein sem grætur týnda kynslóð karla án þess að nefna ofverndunaráráttu síðustu áratuga og þátt hennar í að ala upp hjárænur.
Heldur raunsærri er greining byggð á boðskap Jordan Peterson, sem kennir ungum körlum að hysja upp um sig brækurnar, hætta að kenna öðrum um ófarir sínar, betrumbæta líf sitt en bíða ekki eftir ölmusu.
Huglausu morðingjarnir í bandarískum skólum, og Breivik í Útey, eru iðulega vesalingar sem vonast til að geta sér nafn með illvirkjum. Þeir eru karlkyns en ekki karlmenn.
![]() |
Krakkarnir eru það sem hefur breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)