Þriðjudagur, 29. ágúst 2017
Frá nasisma til íslamista
Öfgarnar standa hver annarri nærri. Maður sem gengur öfgastefnu á hönd, hvort heldur nasisma, kommúnisma eða íslam, stýrist sjaldnast af pólitískri eða trúarlegri sannfæringu.
Öfgahyggja, sú hneigð að brjóta og bramla samfélagið, er pólitík og trú yfirsterkari. Sumar manngerðir þrífast best í átökum og upplausn.
Öfgamönnum vex ásmegni þegar grunngildi eru á floti. Eins og nú um stundir.
![]() |
Frá Ósló til öfga-íslam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. ágúst 2017
ESB-salat og magakveisa
ESB-salatið frá Ítalíu uppfyllti eflaust allar heilbrigðiskröfur Evrópusambandsins. Innflytjendur hrárra matvæla frá ESB eru duglegir að koma fram í fjölmiðlum og básúna öflugt regluverk Brussel.
Núna hljóta sömu innflytjendur að stökkva fram og brýna fyrir neytendum að lesa vel smáa letrið.
Innflutt hrávara frá ESB þarf sérstaka meðhöndlun til að valda ekki heilsutjóni.
![]() |
Salatið ekki selt í smásölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 29. ágúst 2017
Múslímar milli nútíma og miðalda
Tyrkland var vestrænt múslímaríki áður en Erdogan forseti tók til við að farga mannréttindum í þágu trúarsetninga. Tyrkland er allt frá sjöunda áratug síðustu aldar í biðsal Evrópusambandsins að komast inn í félagsskapinn. Núna stefnir í að þeir hverfi til trúarinnar á kostnað mannréttinda.
Tyrkland er á jaðri ófriðarsvæðis miðausturlanda þar sem ónýt ríki, Sýrland og Írak, reyna að lappa upp á veraldlega stjórnmálamenningu í stríði við herskáa öfgamenn úr röðum múslíma. Trúarríkin Sádí-Arabía, þar sem súnní-múslímar ráða ferðinni, og Íran, höfuðríki shíta-múslíma, blása í glæður stríðsátaka.
Múslímar ætla að taka sér langan tíma að gera upp á milli miðalda og nútíma.
![]() |
Segir Tyrki fjarlægjast Evrópu hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. ágúst 2017
Minni hagvöxtur, meiri hamingja
Hagvöxtur yfir 5 prósent á ári er ekki við hæfi í nokkru þjóðfélagi, nema það sé að ná sér eftir hrun eða umbreytast úr vanþróuðu hagkerfi í þróað.
Ísland er hvorki að jafna sig eftir hrun né er það vanþróað. Hóflegur hagvöxtur upp á tvö prósent eða þar um bil er hæfilegur.
Óhóflegur hagvöxtur veldur innanmeinum. Innviðir gefa eftir, spákaupmennska eykst og bólumyndun býr til ímyndaðan auð, til dæmis í fasteignum.
Hamingjan liggur í meðalhófinu, eins og Aristótels kenndi okkur fyrir 2500 árum.
![]() |
Drifkraftar gefa eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)