Svavar, Corbyn og unglingafylgi róttækra öldunga

Svavar Gestsson, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, gerir því skóna að formaður breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, sé vinstri grænn. Líklega er það rétt; væri Corbyn íslenskur yrðu Vinstri grænir flokksheimili hans.

Í alþjóðlegu samhengi er Corbyn jafnað við tvo aðra róttæka öldunga, Bernie Sanders og Jean-Luc Mélenchon, sem nýlega gerðu gott mót í bandarísku og frönsku forsetakosningunum.

Annað sem sameinar Corbyn, Sanders og Mélenchon er að þeir höfða meira til ungra kjósenda en þeirra eldri. Hvað veldur því að róttækir vinstrimenn á gamals aldri fá stuðning yngstu kjósendanna?

Nærtækasta skýringin er að unga fólkið hafnar kapítalismanum og leitar að valkosti við ríkjandi kerfi. Unglingarnir muna ekki þá tíð þegar sósíalisminn var praktíseraður í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Það er ekki tilviljun að gömlu róttæklingarnir ná árangri í Vestur-Evrópu; austan Oder vita allar kynslóðir hvað sósíalisminn þýðir í framkvæmd.

Gömlu róttæklingarnir ganga á milli bols og höfuðs á frjálslyndum vinstrimönnum. Bernie Sanders veikti framboð Hillary Clinton í Bandaríkjunum, Corbyn stútaði Blairistum í Bretlandi og Mélenchon skilur eftir sig sviðna jörð frjálslynda sósíalista í Frakklandi.

Til að stöðva framrás róttæka öldungavinstrisins verða hægrimenn að kveikja á þeirri staðreynd að meiri kapítalismi er ekki svarið. Það er engin eftirspurn eftir einkavæðingu og markaðslausnum, allra síst þar sem reynslan sýnir yfirburði samfélagsrekstrar, í heilbrigðismálum og menntakerfinu.

Til að halda völdum losaði Theresa Mey sig við ráðgjafa sína, sem kunnu ekki að lesa tímanna tákn. Á Íslandi eru Vinstri grænir næst stærsti flokkur landsins og þess albúnir að verða stærstir, - jafnvel þótt formaður þeirra sé ekki beinlínis öldungur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í haust ætti að ígrunda málefnastöðu sína og læra af mistökum breska Íhaldsflokksins.


mbl.is Ráðgjafar May segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar, trúin og mannslífin

Múslímar eru ekki kynþáttur heldur trúarsamfélag. Múslímar skilgreina sig sem trúaða en alla aðra vantrúaða. Helgirit þeirra, Kóraninn, segir berum orðum (58:14-21) að vantrúaðir fái bæði refsingu guðs á jörðu og séu dæmdir til helvítisvistar í eilífiðinni.

Múslímar eru vel meðvitaðir um að kennisetningar þeirra eru ósamrýmanlegar vestrænum gildum. En í stað þess að taka upp vestræna siði og háttu leitast þeir við að búa sér til menningarkima í vestrænum ríkjum, til að halda lífi í menningu sinni.

Í Noregi fara múslímar fram á að stofna barnaskóla. Norðmenn segja nei, múslímabörn eiga að fara í norska skóla til að aðlagast samfélaginu. Múslímar hóta á móti að senda börnin sín til útlanda enda vilja þeir ekki aðlagast.

Fæstir múslímar eru hryðjuverkamenn, ekki fremur en að flestir Þjóðverjar hafi verið nasistar á dögum Hitlers. En þar sem múslímar eru næst fjölmennustu trúarbrögð heims, telja 1,6 milljarða, þarf ekki nema örlítið hlutfall múslíma að taka upp vopn og fylgja boðskap Kóransins um stríð gegn vantrúuðum (2:191 og 9:5 og 9:40-1 í Kóraninum) til að úr verði blóðbað saklausra.

Eins og dæmin sanna. Múslímum, mörgum hverjum, finnst vestræn mannslíf léttvæg, þetta eru mannslíf vantrúaðra.

Önnur algeng útleið múslíma, til að afsaka ábyrgð trúarinnar á hryðjuverkum, er að setja saman samsæriskenningar. Trúarleiðtogi þeirra á Íslandi reyndi þetta og setti inn myndband um að árásin á Lundúnabrú hafi verið vestrænt samsæri gegn múslímum.

Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir færslu trúarleiðtogans ,,vandræðalega." En Tamimmi er sjálfur hugfanginn af hugmyndinni um heilagt stríð og óskar vantrúuðum helvítisvistar.

Niðurstaða: á meðan múslímar líta á orð spámannsins sem opinberun vilja guðs eru þeir ógn við vestræn gildi og vestræn mannslíf.


mbl.is „Mjög vandræðalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband