Frjálslyndur fasismi; stimplar hófsama sem öfgamenn

Maajid Nawaz er hófsamur múslími, jú, þeir finnast, sem vill siðbæta múslímatrú og ná henni úr höndum ofstækismanna er myrða mann og annan í nafni trúarinnar. Nawas setti saman bók með þekktum guðleysingja og frjálslyndum í þokkabót, SamHarris.

En nú bregður svo við að frjálslynd samtök í Bandaríkjunum hafa sett Nawas á lista yfir öfgamenn er berjast gegn múslímatrú (sem væntanlega er þá hin prýðilegasta í höndum herskárra múslíma). Nawas veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og skrifar langa grein um ofsóknir frjálslyndra gagnvart hófsömum.

Nawas er ekki sá eini sem ber sig illa undan frjálslyndum fasisma. Fjölmiðlamaðurinn Fareed Zakaria, hófsamur miðjumaður múslímskrar ættar, kvartar undan ofstopa frjálslyndra gegn frjálsri orðræðu.

Frjálslyndi fasisminn þolir aðeins eina skoðun. Frjálslyndir fasistar eru þar í sama bát og herskáir múslímar. Ef það kæmi til þess að hóparnir yrðu einir á báti er hætt við að þeir múslímsku myndu varpa frjálslyndum fyrir borð enda þola sanntrúaðir ekki frjálslyndar skoðanir eins og kynjajafnrétti, samkynhneigð, trúfrelsi og önnur vestræn mannréttindi. En frjálslyndum er ekki gefin spektin að skilja þessa hluti.


Jón Ásgeir og heiðarleikinn

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur við sögu í nokkrum hrunmálum og var dæmdur sekur í sumum. Þá er Jón Ásgeir rauður þráður í hrunskýrslu alþingis.

Í dómsmálum, opinberum rannsóknum og almennri umræðu eru Jón Ásgeir og heiðarleikinn eins fjarri og norðurpólinn suðurskautinu.

Aðeins heiðarlegir menn geta á von á því að Jón Ásgeir saki þá um óheiðarleika.


mbl.is Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og Pútín hættulegri en Ríki íslams

Kaldastríðshaukurinn og fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, John McCain, segir Pútín Rússlandsforseta meiri ógn við Bandaríkin en Ríki íslams. Þýskir stjórnmálamenn segja Trump ógna við heimsfriðinn, með því að selja vopn til Sádí-Arabíu, og jafnframt að sitjandi forseti Bandaríkjanna grafi undan lífi á jörðinni með andstöðu við sáttmála gegn loftslagsbreytingum.

Trump, eins og þeir vita sem fylgjast með fréttum, er sakaður um að vera handbendi Pútíns Rússlandsforseta, sem á að hafa blandað sér í bandarísku forsetakosningarnar síðast liðið haust og nánast tryggði Trump embættið.

Af ofanrituðu má ljóst vera að leiðandi öfl vestrænna ríkja vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Gömul bandalög eru í uppnámi, t.d. milli Bandaríkjanna og Evrópu. Óljóst er hvort sé verra herskáir múslímar eða að Pútín sé forseti í Rússlandi.

Grundvallarágreiningur er um greiningu á stöðu alþjóðamála og ekkert samkomulag er um mat á öryggishagsmunum. Og aukast þá heldur vandræðin, eins og kerlingin sagði.


mbl.is Segir Trump veikja Vesturveldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband