Föstudagur, 26. maí 2017
MS sem elítuskóli og kerfið
Tveir framhaldsskólar, MR og Versló, eru hversdags kallaðir elítuskólar og jafnvel að MH sé í þeim flokki. Í þessa skóla sækja bestu námsmennirnir.
Meðal skólamanna er talað um að MS, Menntaskólinn við Sund, hafi sett sér markmið um að komast í þennan flokk með því að taka aðeins inn úrvalsnemendur. Orð Más rektors um minna brottfall rennir stoðum undir umtalið. Úrvalsnemendur falla síst frá námi.
En kerfið miðast ekki við elítuskólana heldur er eitt fyrirkomulag fyrir alla framhaldsskóla. Skóli sem ákveður að fylla ekki árskvótann, t.d. vegna þess að hann vísar frá nemendum með meðaleinkunn eða lægri, lendir síðar meir í vandræðum vegna þess að skólar frá greitt fyrir nemendur sem stunda þar nám, án tillits til þess hvort þeir séu góðir námsmenn, meðalnámsmenn eða slakir.
Már rektor talar um ,,fáránlegt kerfi". En kerfi sem virkar fyrir nær alla aðra skóla en MS getur varla verið út í hött. Hér er maðkur í MySunni.
![]() |
Þetta er fáránlegt kerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. maí 2017
Múslímastjórnmál og vestrænt lýðræði
Erdogan Tyrklandsforseti rekur milda útgáfu af múslímskum hreintrúarstjórnmálum; hann rekur mann og annan úr opinberum embættum. Hreinsanir af þessu tagi voru algengar í Austur-Evrópu þegar heimshlutinn var undir alræði kommúnista.
Á Gasa-ströndinni stunda Hamas-samtökin harðari útgáfu af múslímapólitík og taka menn af lífi án dóms og laga.
Í trúarmenningu múslíma er ríkur stuðningur við að gera trúarlöggjöf múslíma, sharía, að landslögum. Vestrænt lýðræði og múslímastjórnmál eru ósamrýmanleg.
![]() |
Hamas tók þrjá af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 26. maí 2017
Ríki íslams og Nató sem alheimslögga
Ríki íslams er heiti á hryðjuverkasamtökum annars vegar og hins vegar nafn á tilraun til að setja saman trúarríki múslíma á svæði þar sem nú eru Írak og Sýrland.
Sumir, t.d. dálkahöfundurinn Thomas L Friedman, vilja aðgreina baráttuna gegn hryðjuverkasamtökum múslíma á vesturlöndum frá stríðinu í miðausturlöndum.
Nató er ekki með neitt hlutverk sem hernaðarsamtök innan landamæra aðildarríkjanna. Nató er til að verja ytri landamæri aðildarríkja sinna.
Ef Nató fær aukið hlutverk að berjast gegn Ríki íslams verður vettvangurinn miðausturlönd. Nató var hvorki stofnuð sem alheimslögregla né eru samtökin til þess hæf.
Vestræn ríki ættu að hafa sem langtímastefnu að draga sig úr trúarstríði miðausturlanda en ekki að auka á hörmungarnar þar.
![]() |
NATO í bandalagi gegn Ríki íslams |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. maí 2017
Verjum tungumálið - lokum Reykjavíkurflugvelli
Tungumálið stendur ofar viðskiptahagsmunum og öllum samgöngumannvirkjum. Flugfélag Íslands er háð tilvist Reykjavíkurflugvallar.
Þegar flugfélagið leggur til atlögu að tungumálinu með nafnbreytingu úr íslensku yfir í orðskrípi er sjálfsagt að grípa til varna.
Lokun Reykjavíkurflugvallar vegna orðskrípis yrði vitanlega róttæk aðgerð. En stundum þarf róttækar aðgerðir til að menn skilji alvöru málsins.
![]() |
Mímir mótmælir nafninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)