Mánudagur, 24. apríl 2017
Ákæruvaldið stundar pólitískt einelti
Ákæruvaldið er hluti ríkisvaldsins. Tjáningarfrelsið er varið í stjórnarskránni. Nú liggur fyrir að ákæruvaldið er í höndunum á fólki sem fótum treður stjórnarskrána með tilhæfulausum ákærum á hendur þeim sem taka til máls á opinberum vettvangi.
Hrein og klár pólitík liggur að baki ákærunum. Ríkissaksóknari telur sumar skoðanir óæskilegar og herjar á mann og annan sem þær hafa í frammi.
Þegar ríkisstofnun, sem á að vera hlutlæg og málefnaleg, stundar hernað gegn stjórnarskrárvörðum rétti borgaranna hlýtur það að hafa afleiðingar.
![]() |
Jón Valur sýknaður af hatursorðræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 24. apríl 2017
Föðurlandsvinur gegn þjóðernissinna
Gömlu flokkarnir í Frakklandi, sósíalistar og íhaldsmenn, eiga ekki fulltrúa í seinni umferð forsetakosninganna. ,,Áfram gakk" flokkur Macron, sem var ekki til fyrir einu ári, etur kappi við þjóðarfylkingu Marine Le Pen.
Macron lýsir sjálfum sér sem föðurlandsvini og Le Pen er þjóðernissinni.
Alþjóðahyggja er ekki vinsæl í Frakklandi.
![]() |
Baráttan um Frakkland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)