Miðvikudagur, 12. apríl 2017
Ríkissaksóknari er í pólitík
Embætti ríkissaksóknara eyðir fé og mannafla til að lögsækja frjálsa umræðu, samanber málatilbúnað um hatursorðræðu. Þá ákærði embættið hjúkrunarfræðing fyrir að vinna starf sitt.
Á meðan ríkissaksóknari dundar sér í pólitík sitja brýnni verkefni á hakanum.
Til dæmis að koma lögbrjótum undir manna hendur.
![]() |
Ómöguleg staða hjá embættunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. apríl 2017
Samfylkingin og LSD
Samfylkingin var um aldamótin LSD vinstrimanna, lang-stærsti-draumurinn. Núna keppir flokkurinn um fylgi við óstofnaðan sósíalistaflokk. Fyrrum formaður flokksins segir sósíalista og Samfylkinguna berjast fyrir sömu hugsjón.
LSD leiddi Samfylkinguna í vegferð innistæðulausra loforða um að allt yrði með öðrum brag á Íslandi ef það yrði ESB-ríki. Óstofnaður sósíalistaflokkur boðar líka lausn á öllum vandamálum.
LSD er ekki stjórnmál heldur leit að algleymi. Vinstrimenn eru dáldið þannig.
![]() |
Styrki frekar Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)