Miðvikudagur, 8. mars 2017
Siðlausir þingmenn
Siðlausir þingmenn eru þeir sem kasta rýrð á alþingi, segir þingmaður Pírata.
Þingmenn Pírata verða seint sakaðir um að auka virðingu alþingis. Upplognar háskólagráður eru ekki til að auka vegsemd þjóðarmálstofunnar við Austurvöll.
Góðir siðir byrja heima hjá fólki.
![]() |
Stangast ummæli ráðherra á við siðareglur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 8. mars 2017
80% kennara eru konur - vanmenntun karla
Aðeins tveir kennarar af hverjum tíu eru karlar, samkvæmt fagblaði kennara. Yfirþyrmandi staða kvenna í menntakerfinu eykur vanmenntun karla.
Þessi þróun er til óheilla fyrir samfélagið.
Borin von er að Jafnréttisstofa eða femínistar taki málstað vanmenntaðra karla.
![]() |
Færri konur í áhrifastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8. mars 2017
ESB-sinnar berjast fyrir málfrelsi sínu
Umræðan um ESB aðild Íslands er komin á það stig að ESB-sinnar eru í vörn fyrir málfrelsi sínu. Ekki vegna þess að neinn banni þeim umræðuna, orðið er frjáls bæði á alþingi og í samfélaginu.
Heldur vegna þess að málefnaleg staða þeirra sem vilja Ísland í Evrópusambandið er svo gjörtöpuð að þeir hafa ekkert fram að færa. Tvær ástæður eru fyrir vonlausri stöðu málstaðarins.
Í fyrsta lagi sýndi reynslan eftir hrun að Ísland komst úr kreppunni með fullveldið og krónuna að vopni. Í öðru lagi er Evrópusambandið í djúpri tilvistarkreppu. Mörg ár, ef ekki áratugir, líða áður en ljóst verður hvort og hvernig ESB lifir af tilvistarkreppuna.
Á meðan er betra að tala um eitthvað annað en ESB. Til dæmis um málfrelsi, - sem meðal annars er hægt að nota til að játa mistök.
![]() |
Hafa málfrelsi í Evrópumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)