Miðvikudagur, 1. mars 2017
Píratar vilja ófrið í samfélaginu
Einn Pírati sakar forsætisráðherra um lygar, annar Pírati heimtar verkföll. Stjórnmálastefna Pírata er að efna til ófriðar í samfélaginu þar sem alið er á tortryggni og andúð.
Píratar eru á fallandi fæti í skoðanakönnunum. Þeir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en þeir ætluðu sér.
Núna feta Píratar sömu slóð og Samfylkingin gerði allt síðasta kjörtímabil með alkunnum afleiðingum. Píratar kunna ekki að lesa skriftina á veggnum.
![]() |
Sakar Bjarna um lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. mars 2017
Fáar fréttir af mannfalli í Mósúl
Þegar sýrlenskar hersveitir sátu um Aleppo og nutu stuðnings Rússa voru fjölmiðlar sneisafullir af fréttum mannfall óbreyttra borgara.
Nú sækja hersveitir Íraka inn í Mósúl með aðstoð Bandaríkjamanna og Nató-ríkja. Fátt segir af mannfalli óbreyttra borgara.
Vestrænir fjölmiðlar fylgja vestrænni ritstjórnarstefnu. Nema hvað.
![]() |
Þúsundir flúið Mósúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. mars 2017
Trump og fjölmenning þjóðríkja
Bandaríkin fylgja ekki lengur þeirri stefnu að vera alheimslögga sem skipar málum í fjarlægum heimshornum. Þjóðríki velja sér sínar eigin leiðir í henni veröld, sagði Trump forseti í stefnuræðu sinni.
Hægt og sígandi læra Bandaríkin af mistökum sínum í Íraksstríðinu 2003 og afskiptum af innanlandsmálum í Sýrlandi og Líbýu. Ein afleiðing af mistökunum er vöxtur herskárra hreyfinga múslíma - sem Trump ætlar að berjast gegn af fullum krafti.
Nató getur ekki lengur treyst á að Bandaríkin fjármagni starfsemina með líkum hætti og áður. Þar af leiðir að vopnaskakið við landamæri Rússlands verður ekki lengur með stuðningi Bandaríkjanna. Í Evrópu skapast forsendur fyrir friðsamlegri samskiptum í austurátt.
Trump gæti reynst meiri friðarforseti en margur hugði.
![]() |
Þjóðarstoltið verði endurvakið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)