Stjórnarskráin í lagi, segir Mannréttindadómstóllinn

Stjórnarskrá Íslands var ekki gagnrýnd af Mannréttindadómstól Evrópu í dómsmáli Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu. Dómurinn kallar ekki á stjórnarskrárbreytingar, eins og Björn Bjarnason rekur skilmerkilega.

Landsdómsmálið í heild sinni er dæmi um misbeitingu þingvalds til að klekkja á einum einstaklingi, Geir H. Haarde.

Og sú stjórnarskrá hefur enn ekki verið skrifuð í heiminum sem kemur í veg fyrir misbeitingu valds.


mbl.is Ríkið sýknað í landsdómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið var frjálslynt: Þorgerður K. og Ingibjörg Sólrún

Bankahrunið stafaði ekki af stjórnlyndi heldur frjálslyndi. Í nafni frjálslyndis óx veldi auðmanna á kostnað almannavaldsins.

Þegar ,,litla kreppan" reið yfir árið 2006 var almannavaldið svo lemstrað og illa farið að engin tök voru að hemja frjálslynda auðræðið. Þvert á móti var mynduð ári síðar Baugsstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem var eins og leir í höndum auðmanna.

Vinkonurnar frjálslyndu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar bjuggu til ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Varaáætlun vinkvennanna var sú sama, að Ísland yrði ESB-ríki eftir að frjálslyndið skildi eftir sig sviðna jörð þar sem áður stóð lýðveldi.


Bloggfærslur 24. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband