Laugardagur, 14. janúar 2017
Stjórnarráðið er ekki lénsveldi
Grunnt er á þeirri hugsun að ráðherrar séu lénsherrar í umboði kjördæma sinna. Svo er ekki. Stjórnarráðið starfar í þágu þjóðarinnar en ekki einstakra kjördæma.
Metnaður þingmanna til ráðherradóms á að standa til þess að þjóna almannahag en ekki sérgreindum hagsmunum.
Páll Magnússon er tvisvar búinn að afneita formanni sínum vegna ráðherraskipunar. Metnaðurinn er orðinn að frekju. Ef Páll getur ekki hamið sig í þriðja sinn er hann kominn fram af brúninni.
![]() |
Páll segir Bjarna hafa gert mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. janúar 2017
Sovétríkin, Rússland og mistök Nató-ríkja
Sovétríkin voru frá stofnun 1922 til endaloka 1991 útþensluríki. Með kommúnisma sem hugmyndafræði stunduðu Sovétríkin áróður fyrir breyttu þjóðskipulagi í öllum ríkjum heims.
Kommúnistaflokkar í Evrópu og öðrum heimsálfum voru sjálfkrafa bandamenn Sovétríkjanna. Vestrænar þjóðir höfðu ríka ástæðu að óttast vofu kommúnismans. Á millistríðsárunum risu upp sterkir kommúnistaflokkar í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Eftir seinna stríð stjórnuðu kommúnistar öllum ríkjum Austur-Evrópu með Sovétríkin sem bakhjarl. Varsjárbandalagið stóð grátt fyrir járnum andspænis Nató, hernarðarbandalagi vestrænna ríkja.
En Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 og Varsjárbandalagið fór sömu leið. Með endalokum Sovétríkjanna hvarf kommúnisminn sem hugmyndafræði í alþjóðasamskiptum. Vestrænum ríkjum stendur engin ógn af ágengum valkosti við viðurkennt þjóðskipulag.
Rússland, öflugasta ríki Sovétríkjanna, varð óreiðu að bráð eftir fall kommúnismans. Rússar náðu tökum á sinum málum um og upp úr aldamótunum. Á meðan Rússland var veikt nýttu fyrrum bandamenn þeirra sér tækifærið og skiptu um lið, fóru úr Varsjárbandalaginu yfir í hernaðarbandandalag vestrænna ríkja, Nató.
Rússar kvörtuðu undan ágengni vestrænna ríkja sem í gegnum Evrópusambandið og Nató þrengdu að öryggishagsmunum Rússlands. Nató herstöðvar eru á öllum vesturlandamærum Rússlands.
Rússar máttu þola innrásir frá vestrænum ríkjum tvær síðustu aldir, frá Frökkum á 19. öld og Þjóðverjum á þeirri tuttugustu. Þeim er ekki um það gefið að vera umkringdir vestrænum herjum. Þegar Nató, Bandaríkin og Evrópusambandið gerðu valdatilkall til Úkraínu fyrir tveim árum brugðust Rússar við og komu í veg fyrir að Úkraína, sem var hluti Sovétríkjann, yrði enn eitt Nató-landið.
Í framhaldi settu Nató-ríkin viðskiptabann á Rússland.
Samantekið og rökrétt niðurstaða: Vestrænum ríkjum stendur ekki ógn af Rússlandi. Samskipti við Rússa ættu að byggja gagnkvæmri virðingu fyrir öryggishagsmunum.
![]() |
Refsiaðgerðum mögulega aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)