Fimmtudagur, 25. ágúst 2016
Sigurður Ingi: 80 Píratar drepa stjórnarskrárbreytingar
Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að í innanflokkskosningum Pírata hefðu 80 sagt nei við breytingum á stjórnarskrá en 60 já.
Eftir innanflokkskosningu Pírata ákváðu Samfylking og Vinstri grænir að fylgja stefnumótun þessara 80 og hafna stjórnarskrárbreytingum.
Það verður munur, eftir kosningar, þegar 80 Píratar stjórna landinu.
![]() |
Leggur til stjórnarskrárbreytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016
Gleymum ekki kynlausa fólkinu
Kynlaust fólk, þeir sem nenna ekki kynlífi og eru frábitnir rómantík, sendur illa í kynjaðri réttindabarátu sem nær öll gengur út á kynhneigð.
Kynlausir eru fæddir í líkama með æxlulunarlíffæri en nota þau eingöngu til að losna við úrgang. Kynlausir, asexual á útlensku, eiga með sér samtök líkt og kynjaðir.
Kynleysi er lífsstíll sem mun njóta vaxandi vinsælda eftir því sem lífslíkur aukast.
![]() |
Berjast fyrir sýnileika intersex-fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25. ágúst 2016
Brexit sameinar, spilaborgin ESB og Viðreisn
Breskir íhaldsmenn, sem deildu um hvort Bretland ætti að halda áfram í ESB eða hætta, eru sameinaðir eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem aðild að Evrópusambandinu var hafnað, segir í fréttaskýringu Politico.
Sérfræðingar í málefnum Evrópusambandsins, t.d. í Eurointelligence, telja auknar líkur á hraðferð Breta úr Evrópusambandinu. Æ minni líkur eru á að Bretar kjósi aukaaðild að ESB í gegnum EES-samninginn, sem Ísland og Noregur eiga aðild að.
Ástæðurnar eru einkum tvær fyrir því að Bretland virðist ætla að sleppa fljótt og vel úr Evrópusambandinu en ekki með eymd og langtímavolæði. Í fyrsta lagi skall engin kreppa á Bretum eftir að þeir ákváðu í sumar, með þjóðaratkvæðagreiðslunni, að ganga úr ESB. Margradda kór ESB-sinna á meginlandinu og í Bretlandi boðaði efnahagslega kollsteypu ef Bretland hrykki af ESB-hjörunum. Ekkert slíkt gerðist og Bretar eru í betri málum en stórþjóðirnar á meginlandinu í efnahagslegu tilliti.
Hin ástæðan fyrir Brexit án vandkvæða er að stærsta draumsýn Evrópusambandsins, evran, er óðum að breytast í martröð. Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz kippur fótunum undan evrunni og það afhjúpar Evrópu sem efnahagslegt hamfarasvæði, skrifar Jeremy Warner í Telegraph.
Það er svo sérstök pæling að um leið og Evrópusambandið er rúið trúverðugleika og án framtíðarsýnar að nýr flokkur ESB-sinna á Íslandi, Viðreisn, ætlar að gera sig gildandi. En það segir líklega meira um kreppu íslenskra stjórnmála en ástandið í Evrópu.
![]() |
Vilja fríverslun frekar en EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)