Hægriútgáfa Samfylkingar styrkist

Viðreisn verður til upp úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins. ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum stofnuðu Viðreisn.

Þegar hægriútgáfa Samfylkingar styrkist er í fá hús að venda fyrir móðurflokkinn. Fyrir á fleti vinstra megin við Samfylkingu eru Vinstri grænir sem standa sterkir og lítið að sækja á þeirra beitilönd.

Samfylkingin gæti prófað sig sem nýfrjálshyggjuflokk og yfirboðið Viðreisn í að skera niður velferð. Eða bara hætt í pólitík og gerast saumaklúbbur góða fólksins.             

 


mbl.is Viðreisn upp fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. á hálum ís: álitsgjafi er lélegur forseti

Guðni Th. Jóhannesson var kosinn forseti vegna þess að hann var snjall álitsgjafi og háði árangursríka kosningabaráttu í vörn fyrir pólitískar yfirlýsingar er hann hafði áður gefið.

Það er ekki snjallt hjá Guðna að snúa vörn í sókn eftir forsetakjörið og taka upp fyrri ósiði í póltískum hráskinnaleik.

Ef Guðni Th. ætlar ekki að vera síðasti forseti lýðveldisins væri honum sæmara að tileinka sér virðingu fyrir ríkjandi stjórnskipum og halda kjafti um þau mál sem honum koma ekki við.


mbl.is Mátti reyna að leita annarra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband