Miðvikudagur, 4. maí 2016
Davíð tilkynnir framboð...
...eftir uppstigningardag.
Slíkur er háttur manna sem ekki eru jarðsettir.
![]() |
Hvað þarf til að bjóða sig fram? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. maí 2016
Píratar gefast upp á lýðræðinu
Þingmaður Pírata segir að fólk með rangar skoðanir verði útilokað frá umræðu um stefnu Pírata. Björn Bjarnason vekur athygli á að fundargerðir framkvæmdaráðs Pírata séu núna lokaðar, en þær voru áður opnar.
Þegar Píratar gefast upp á lýðræðinu er þeir að gefast upp á sjálfum sér.
![]() |
Kosningar kunna að skýra fylgistapið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. maí 2016
Píratar minnka, Vinstri grænir stækka
Píratar eru fokkjú flokkur óreiðufólks. Vinstri grænir fá atkvæði miðaldra félagsráðgjafa og opinberra starfsmanna í millistjórn eða á gólfi.
Kjósendur, sem ekki styðja ríkisstjórnina, færa sig frá Pírötum til Vinstri grænna samkvæmt könnunum.
Fólk metur það svo að Vinstri grænir munu ekki fokka upp efnahagsábatanum - en Píratar ábyggilega.
![]() |
Fylgi Pírata dregst saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. maí 2016
Galtung, Ástþór og Clinton
Norski friðarsinninn Johan Galtung var hér á landi fyrir skemmstu að ræða heimsfriðinn. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi var með Galtung í sinni umsýslu. Sá norski er vel tengdur eftir áratuga starf á flekaskilum stjórnmála og rannsókna.
Galtung sagði þeim sem tóku hann tali að Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Rökin? Jú, nafn Hillary Clinton væri í Panamaskjölunum um aflandsreikninga. Þegar þær upplýsingar kæmu á yfirborðið væri Clinton búin að vera, sagði Galtung.
Nú má vera að sá norski gumi af meiru en hann veit. Þó er á hitt að líta að Ástþór Magnússon, sem var gestgjafi Galtung, fletti ofan af aflandsreikningum fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúar. Enginn veit hvaðan Ástþór fékk þær upplýsingar. Nema kannski Johan Galtung.
![]() |
Cruz heltist úr lestinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)