Föstudagur, 20. maí 2016
Guðni hallmælir Höllu
Í viðtali við RÚV sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi að ein ástæða þess að hann gæfi kost á sér væri að engin sterk kona sé í framboði til forseta.
Halla Tómasdóttir er í framboði til forseta Íslands. Henni finnst leitt að Guðni skuli tala af lítisvirðing um sig.
Það er ekki forsetalegt að tala niður til kvenna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 20. maí 2016
Brexit gott fyrir ESB og evruna
Ef Bretar segja sig úr Evrópusambandinu myndi það leiða til uppstokkunar sem kannski gæti bjargað því sem bjargað verður. Á þessa leið er fremur hófsöm gagnrýni á ESB, sem breska blaðið Guardian birtir.
Guardian er hlynnt ESB og vill að Bretland haldi áfram aðild. En þar sem ESB er ekki lífvænlegur félagsskapur er æ erfiðara að finna rök fyrir áframhaldandi aðild.
Bretland tók ekki þátt í evru-tilrauninni sem nær öllum ber saman um að er misheppnuð. Ágreiningurinn er aðeins um hvernig eigi að bregðast við ónýtum gjaldmiðli. Ýmsar útfærslur eru þar ræddar, s.s. að Þjóðverjar ásamt Hollandi, Austurríki og e.t.v. Finnlandi kljúfi sig út og stofni til nýs gjaldmiðils. Evran fengi þá að lækka um 30 til 50 prósent og gagnast Suður-Evrópu líkt og líran Ítölum á sínum tíma.
Með Brexit yrði gripið til gagngerra ráðstafana til að stokka upp ESB og evru-samstarfið, ekki aðeins lengt í hengingarólinni - segir hófsöm gagnrýni í Guardian.
![]() |
Liðhlaupar ekki velkomnir aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. maí 2016
Elliði og öfgar góða fólksins
Elliði Vignisson kom hugtakinu ,,góða fólkið" í umferð. Hugtakið vísar til fólks sem telur sig handhafa sannleika og mannúðar og líður ekki aðrar skoðanir en þær sem góða fólkið sammælist um.
Þótt Eyjamenn vilji sjálfsagt ekki gefa Elliða eftir er nauðsynlegt að fá hann á alþingi.
Til að hafa auga með öfgum góða fólksins.
![]() |
Verð ekki bæjarstjóri að eilífu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. maí 2016
Guðni tekur stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu
Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi vill eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins og taka upp fyrirkomulag sem Píratar berjast fyrir, að hér verði reglulega þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri og smærri mál.
Guðni Th. staðfesti þetta viðhorf sitt í viðtali við RÚV þar sem hann á vinum að fagna.
Fréttamaður RÚV þýfgaði forsetaframbjóðandann ekki um stjórnleysið sem kæmi í kjölfar þess að tíu til 20 prósent þjóðarinnar gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þingmál.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)