Sunnudagur, 30. október 2016
Benedikt V og smælingjarnir til vinstri
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar er fimmti maðurinn sem fær áheyrn hjá forseta Íslands á morgun, sem kallar til sín fulltrúa þingflokka eftir stærð. Aðeins tveir flokkar eru minni en Viðreisn, Björt framtíð og örflokkur Samfylkingar.
Samt sem áður vill Benedikt verða forsætisráðherra. Í krafti þess að Saga class útgáfa Sjálfstæðisflokksins sé miðjuflokkur.
Undir þessu sitja smælingjaflokkar eins og Vinstri grænir og Píratar sem standa ekki fyrir annað en ábyrgðalaus mótmæli á Austurvelli og málþófi á alþingi.
Í RÚV-umræðum kvöldsins sýndi sig að foringi vinstriflokkanna er Benedikt innherji í Nýherja. Vinstrimenn hljóta að fyllast stolti.
![]() |
Hefði átt að þvo vinstristimpilinn af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. október 2016
ESB-dauði Samfylkingar, sveitaflokksins
Samfylking er með 3 þingmenn, alla úr landsbyggðarkjördæmum. Flokkurinn er eini hreinræktaði ESB-flokkur landsins en á engan þingmann í þeim kjördæmum þar sem áhugamenn um ESB-aðild er helst að finna.
ESB-stefna Samfylkingar drap flokkinn. Í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fékk flokkurinn tækifæri að hrinda stefnunni í framkvæmd en mistókst hrapalega. Eftir það átti Samfylking að draga lærdóm af og setja ESB-málið ofan í skúffu.
En Samfylkingu var um megn að draga lærdóm af reynslunni og stökk á popúlistavagn Pírata. Afleiðingin er steindauður flokkur.
![]() |
Móta afstöðu til viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 30. október 2016
Sjálfstæðisflokkur með eða án Vinstri grænna
Sjálfstæðisflokkurinn er fyrsti kostur flestra kjósenda í öllum kjördæmum. Þjóðarflokkur landsins hlýtur að vera burðarás næstu ríkisstjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað miðhægristjórn með Saga class útgáfu sinni, Viðreisn, og Framsóknarflokknum. Slík stjórn er þó ekki skynsamleg, hvorki í bráð né lengd. Án aðkomu vinstriflokka að ríkisstjórn er stór kjósendahópur útilokaður. Og það er hvorki klókt né lýðræðislegt.
Nærtækast er að Sjálfstæðisflokkur bjóði Vinstri grænum til stjórnarsamstarfs. Þriðji flokkurinn í þeirri samsteypustjórn gæti verið Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn.
Ef Vinstri grænir eru ófærir um að starfa með Sjálfstæðisflokknum kæmi Björt framtíð til álita ásamt Framsóknarflokknum.
Vinstri grænir verða að gera upp við sig hvort þeir séu andófsafl af pírataætt eða ábyrgur stjórnmálaflokkur.
![]() |
Útilokar eingöngu Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 30. október 2016
Smáflokkastjórn væri móðgun við þjóðina
Þjóðin hafnaði tilboði Pírata um vinstristjórn. Tilburðir Viðreisnar um að ganga til liðs vinstriflokkanna fjögurra og mynda meirihluta á alþingi eru pólitískt hlægilegir og móðgun við þjóðina.
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir ættu að vera burðarásar nýrrar ríkisstjórnar. Þriðji flokkurinn gæti verið Framsókn, Björt framtíð eða Viðreisn.
Forystumenn flokkanna ættu ekki að láta daginn líða án þess að sýna að þeir kunni pólitík og skilji niðurstöðu lýðræðislegra kosninga.
![]() |
Hverjir eru öruggir inni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. október 2016
Sjálfstæðisflokkur og Vg í stjórn með Framsókn eða Viðreisn
Sigurvegarar kosninganna eru Sjálfstæðisflokkur fyrst og fremst en í sterku öðru sæti koma Vinstri grænir. Þessir flokkar eru hvor á sínum enda pólitíska litrófsins og ættu að mynda ríkisstjórn í nafni sátta og málamiðlana í samfélaginu.
Flokkarnir tveir þurfa þriðja hjólið undir vagninn til að fá starfhæfan meirihluta. Eðlilegast er að það verði annað hvort Framsóknarflokkur eða Viðreisn.
Viðreisn er meiri hægriflokkur en Framsókn og því fjær Vinstri grænum í pólitískum áherslum. Á móti kemur að ef Framsókn yrði þriðja hjólið kemur málið út eins og Vinstri grænir séu að bjarga fallinni stjórn. En Framsókn yrði litli flokkurinn í stjórninni og fengi veigaminnstu ráðuneytin.
Þriðji möguleikinn er að Björt framtíð yrði viðbótin, en það er veikasti leikurinn. Björt framtíð er vasaútgáfa af Pírötum.
Bjarni Ben. og Kata ættu að spjalla saman í nótt og finna samstarfsflöt. Við ættum ekki að þurf að bíða nema í svona 12 til 36 klukkustundir áður en nýr stjórnarmeirihluti er tilkynntur.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn grætt á Pírötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. október 2016
RÚV-stjórnin lifði í sex daga
Píratar í samvinnu við RÚV bjuggu til ríkisstjórn vinstriflokka á sunnudaginn var. RÚV flutti linnulítið jákvæðar fréttir af stjórninni og sópaði undir teppið vondum fréttum en allt kom fyrir ekki.
Fréttamenn RÚV eru með böggum hildar í beinni og tala helst um Panamaskjöl og fallna ríkisstjórn en gleyma aðalniðurstöðu kosninganna, sem er stórsigur Sjálfstæðisflokksins.
RÚV fékk ásamt Samfylkingu lítilmótlegustu útkomu kosninganna.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með 27,7% í NA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)