Föstudagur, 24. júlí 2015
Launin eru lífshamingjan
Hamingja okkar er háð launum. Okkar eigin laun eru aðeins hluti hamingjunnar. Laun annarra eru veigamikill þáttur í lífsgleðinni - eða það sem upp á vantar að við lítum glaðan dag.
Fjölmiðlar útvega okkur upplýsingar um laun annarra og eru þar með milliliður okkar og lífshamingjunnar.
Við hljótum að þakka fjölmiðlum þessa lífsnauðsynlegu þjónustu.
![]() |
Pítsa, kók og skattupplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. júlí 2015
Sigrún flytur leiðara í RÚV til varnar ESB
RÚV finnst ómögulegt að málstaður ESB-sinna hér á landi sé rústir einar. Sigrún Davíðsdóttir tók sér fyrir hendur í Speglinum í gær (19:40 og áfram) að útskýra fyrir hlustendum að allt væri í himnalagi í Evrópusambandinu, ef við aðeins horfum framhjá Grikklandi.
,,Rangar staðreyndir og misskilingur um það sem gerðist á Íslandi," er útgangspunktur Sigrúnar í leiðara um hve rangt sé að líta á Ísland sem dæmi um nauðsyn þess að búa við eigin gjaldmiðil og fullveldi. Henni er sérstaklega í nöp við Matt Ridley sem skrifaði snarpa grein um ónýti ESB og sótti rök til reynslu Íslands. Sigrún dregur Ridley í svaðið, segir hann gjaldþrota bankamann og afneitara í loftslagsmálum, eins og það komi málinu við.
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, fær þá umsögn hjá Sigrúnu að hann ,,fari ekki rétt með rök."
Leiðari Sigrúnar í Speglinium í gær var kynntur sem fréttaskýring.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)